Sport

Íþróttafólk með böggum hildar eftir tíðindi dagsins: NEEEEEEEEIIIIII

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, tjáði sig ekki um tíðindi dagsins en viðbrögð hans á myndinni eru lýsandi fyrir stemmninguna á Twitter.
Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, tjáði sig ekki um tíðindi dagsins en viðbrögð hans á myndinni eru lýsandi fyrir stemmninguna á Twitter. vísir/vilhelm

Hljóðið í íslensku íþróttafólki og íslenskum íþróttaunnendum á samfélagsmiðlum var vægast sagt þungt eftir tíðindi dagsins.

Meðal þeirra aðgerða sem gripið verður til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar er að banna íþróttaiðkun, bæði æfingar og keppni. Takmarkanirnar taka gildi á miðnætti og gilda næstu þrjár vikurnar, um allt land.

Viðbrögð stórskyttunnar Ragnheiðar Júlíusdóttur voru kannski lýsandi fyrir stemmninguna á Twitter eftir að tíðindin bárust.

Íþróttafréttamaðurinn gamalreyndi Guðjón Guðmundsson dró hvergi af í gagnrýni sinni á forystu íþróttahreyfingarinnar á Íslandi.

Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Domino's deild karla, lét matreiðslumanninn skapstóra Gordon Ramsey um að túlka vonbrigði sín.

Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla, var líka greinilega ósáttur.

Þorgrímur Smári Ólafsson, leikmaður Fram í Olís-deild karla, sló á létta strengi enda ekki vanur að spila handbolta langt fram á vor.

Björgvin Stefán Pétursson, leikmaður Leiknis F., sendi KSÍ væna pillu.

Mosfellski línumaðurinn Einar Ingi Hrafnsson kom með tillögur um að loka landinu.

Hér fyrir neðan má sjá fleiri tíst sem birtust eftir að fréttir dagsins bárust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×