Sóttvarnalæknir lagði til strangari reglur fyrir veitingastaði og útfarir Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2021 16:05 Reglugerð ráðherra gerir ráð fyrir að hámarksfjöldi gesta í rými á veitingastöðum verði tuttugu manns. Sóttvarnalæknir lagði til að hámarkið yrði tíu manns. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra fylgdi tillögum sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaðgerðir vegna kórónuveirunnar í öllum meginatriðum. Sóttvarnalæknir lagði þó til enn strangari fjöldatakmörk við trúarathafnir og á veitingastöðum en teknar verða upp. Tíu manna samkomubann og verulegar takmarkanir á alls kyns starfsemi í samfélaginu vegna hópsýkinga svonefnds bresks afbrigðis kórónuveirunnar voru kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu í dag. Afbrigðið er talið meira smitandi og valda alvarlegri einkennum en þau afbrigði sem hafa greinst á Íslandi til þessa. Aðgerðirnar byggja á tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði fram í minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Ráðherra veik aðeins frá tillögunum hvað varðaði samkomutakmarkanir í athöfnum trú- og lífsskoðunarfélaga og á veitingastöðum. Sóttvarnalæknir lagði til að við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga, þar á meðal útfarir, yrðu að hámarki tuttugu gestir í minnisblaði sínu. Ráðherra greindi frá því að þrjátíu manns fengju að vera viðstaddir í persónu. Í sóttvarnareglunum er aftur á móti kveðið á um að skrá skuli þá sem eru viðstaddir með nafni, kennitölu og símanúmeri. Gestir þurfa þó ekki að sitja í númeruðum sætum. Skráningu gesta var ekki að finna í tillögum sóttvarnalæknis um athafnirnar. Á veitingastöðum vildi sóttvarnalæknir takmarka gestafjölda við tíu manns í rými. Ráðherra tilkynnti að tuttugu gætu verið í einu og sama rými veitingastaða. Í minnisblaðinu kemur fram að breska afbrigðið sé mun meira smitandi en flest önnur afbrigði kórónuveirunnar. Norskar rannsóknir bendi til þess að spítalainnlagnir af völdum hennar séu meira en tvöfalt algengari hjá öllum aldurshópum, einnig hjá börnum eldri en sex ára. Að tillögu sóttvarnalæknis ná samkomutakmarkanir og tveggja metra fjarlægðarregla nú til barna. Hann lagði til að börn fædd 2005 og síðar yrðu ekki undanþegin fjöldatakmörkunum. Í reglugerð ráðherra er gert ráð fyrir að takmarkanirnar nái til allra sem eru fæddir árið 2014 eða fyrr. Börn í leikskólum eru undanþegin tveggja metra reglunni og fjöldatakmörkunum samkvæmt reglugerðinni sem tekur gildi á miðnætti í samræmi við tillögu Þórólfs. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09 Aftur íþróttabann Sett hefur verið á bann á íþróttaiðkun á nýjan leik. Bannið tekur gildi á miðnætti og gildir næstu þrjár vikurnar um allt land. 24. mars 2021 15:14 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Tíu manna samkomubann og verulegar takmarkanir á alls kyns starfsemi í samfélaginu vegna hópsýkinga svonefnds bresks afbrigðis kórónuveirunnar voru kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu í dag. Afbrigðið er talið meira smitandi og valda alvarlegri einkennum en þau afbrigði sem hafa greinst á Íslandi til þessa. Aðgerðirnar byggja á tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði fram í minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Ráðherra veik aðeins frá tillögunum hvað varðaði samkomutakmarkanir í athöfnum trú- og lífsskoðunarfélaga og á veitingastöðum. Sóttvarnalæknir lagði til að við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga, þar á meðal útfarir, yrðu að hámarki tuttugu gestir í minnisblaði sínu. Ráðherra greindi frá því að þrjátíu manns fengju að vera viðstaddir í persónu. Í sóttvarnareglunum er aftur á móti kveðið á um að skrá skuli þá sem eru viðstaddir með nafni, kennitölu og símanúmeri. Gestir þurfa þó ekki að sitja í númeruðum sætum. Skráningu gesta var ekki að finna í tillögum sóttvarnalæknis um athafnirnar. Á veitingastöðum vildi sóttvarnalæknir takmarka gestafjölda við tíu manns í rými. Ráðherra tilkynnti að tuttugu gætu verið í einu og sama rými veitingastaða. Í minnisblaðinu kemur fram að breska afbrigðið sé mun meira smitandi en flest önnur afbrigði kórónuveirunnar. Norskar rannsóknir bendi til þess að spítalainnlagnir af völdum hennar séu meira en tvöfalt algengari hjá öllum aldurshópum, einnig hjá börnum eldri en sex ára. Að tillögu sóttvarnalæknis ná samkomutakmarkanir og tveggja metra fjarlægðarregla nú til barna. Hann lagði til að börn fædd 2005 og síðar yrðu ekki undanþegin fjöldatakmörkunum. Í reglugerð ráðherra er gert ráð fyrir að takmarkanirnar nái til allra sem eru fæddir árið 2014 eða fyrr. Börn í leikskólum eru undanþegin tveggja metra reglunni og fjöldatakmörkunum samkvæmt reglugerðinni sem tekur gildi á miðnætti í samræmi við tillögu Þórólfs.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09 Aftur íþróttabann Sett hefur verið á bann á íþróttaiðkun á nýjan leik. Bannið tekur gildi á miðnætti og gildir næstu þrjár vikurnar um allt land. 24. mars 2021 15:14 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09
Aftur íþróttabann Sett hefur verið á bann á íþróttaiðkun á nýjan leik. Bannið tekur gildi á miðnætti og gildir næstu þrjár vikurnar um allt land. 24. mars 2021 15:14