Innlent

Björguðu skipverjum á smábát sem var farinn að leka

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitarfólki á Snæfellsnesi sem hefur mannað Björgu sjö sinnum í mars.
Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitarfólki á Snæfellsnesi sem hefur mannað Björgu sjö sinnum í mars. Landsbjörg

Björgunarskipið Björg á Rifi var kallað út á hæsta forgangi til aðstoðar við smábát hvers áhöfn varð vör við leka um borð. Báturinn var staddur rétt utan við höfnina á Rifi. Björgunaraðgerðir gengu vel og skjótt fyrir sig.

Útkallið barst klukkan 12:53 og átta mínútum síðar var skipið komið á staðinn mönnuð sjö sjálfboðaliðum frá björgunarsveitum frá Snæfellsnesi, að sögn Davíðs Bjarnasonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Vel gekk að koma bátnum aftur upp að bryggju þar sem böndum var komið á lekann. Báturinn sem var aðstoðaður er tæplega níu metra langur línu- og handfærabátur smíðaður úr plasti sem sigla átti til Reykjavíkur.

Davíð segir þetta fimmta útkallið sem að Björg sinnir í mars þar sem sjófarendur hafa verið aðstoðir á einn eða annan máta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×