Innlent

Krýsu­víkur­skóli rýmdur og fjölda­hjálpar­stöð opnuð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Krýsuvíkurskóli er meðferðarheimili sem stendur við Krýsuvík.
Krýsuvíkurskóli er meðferðarheimili sem stendur við Krýsuvík. Vísir/Vilhelm

Meðferðarheimilið Krýsuvíkurskóli var rýmt í kvöld vegna gasmengunarhættu. Þau sem þar dvöldu voru flutt í Hópsskóla í Grindavík, þar sem opnuð hefur verið fjöldahjálparstöð.

Þetta staðfestir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík í samtali við Vísi. Hann segir að vindáttin hafi verið þannig að ákveðið hafi verið að rýma Krýsuvíkurskóla til að gæta fyllsta öryggis. Gasmælingar standa yfir á svæðinu.

Fulltrúar Rauða krossins eru í fjöldahjálparstöðinni og þangað geta þeir leitað sem þurfa aðstoð. Bogi segist ekki vita til þess að aðrir en þeir fjórtán sem voru í Krýsuvíkurskóla hafi leitað aðstoðar í fjöldahjálparstöðinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×