„Hef ekkert að fela“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2021 12:31 Birgir Jónsson lét af störfum sem forstjóri Íslandspósts í lok síðasta árs. @íslandspóstur Birgir Jónsson hefur í gegnum tíðina verið forstjóri ýmissa fyrirtækja á borð við Iceland Express og Íslandspósts, trommað í hljómsveitinni DIMMU og um þessar mundir rekur hann Madison Ilmhús með konu sinni Lísu Ólafsdóttur. Líf Birgis er ekki bundið við heimabæinn Kópavog, en hann hefur búið í Hong Kong þar sem hann upplifði SARS-faraldurinn, í Rúmeníu og London. Líf Birgis er saman sett af mörgum verkefnum, en bútasaumurinn miðast af því að hafa ætíð ástríðu fyrir þeim verkefnum sem hann tekur að sér; mikilvægast sé að vera alltaf spenntari fyrir því sem koma skal en því sem á undan er gengið eins hann kemur inn á í viðtali við Snæbjörn Ragnarsson í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Birgir hætti sem forstjóri Íslandspósts í byrjun nóvember og kemur hann inn á þá ákvörðun í þættinum. „Það fylgir þessu alltaf einhver leiðindi. Þetta er pólitískt mál hjá Póstinum og ég hef engar áhyggjur af því og veit alveg sannleikann í þessu máli,“ segir Birgir í viðtalinu. Hann segir að eins og staðan er í dag muni hann aldrei aftur taka að sér verkefni sem tengist pólitík eða opinberum rekstri. Hér að neðan má heyra brot úr viðtalinu. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Birgir Jónsson „Í þessu tiltekna máli er verið að reyna koma með einhverjar eftir á skýringar á óþægilegu pólitísku máli sem að öll gögn sýna að er bara rangt. Ég get sagt þér það að hjartað mitt tekur ekki einu sinni aukaslag yfir þessu. Mér myndi finnast þetta enn þá leiðinlegra ef ég væri með óhreint mjöl í pokahorninu. Ef ég hef ekkert að fela þá er ég meira en til að taka slaginn fyrst það er verið að væna mig um eitthvað sem ég gerði ekki.“ Hann segir að enginn hafi gert athugasemdir um málið fyrir ári síðan og nú séu menn að stíga fram og segjast ekki hafa vitað af málinu. Málið sem um ræðir er bókun stjórnar Íslandspósts eftir að hann hætti sem forstjóri, um að hann hafi ekki haft samráð um verðlækkun á pakkasendingum. Hann sakar stjórnarmenn um atvinnuróg. „Þetta er bara algjör sandkassi og ég lærði af þessu að maður á algjörlega að halda sig frá allri pólitík. Eins og staðan er núna mun ég aldrei aftur fara inn í neitt sem tengist hinu opinbera. Þetta flokkspólitíska kerfi á Íslandi hefur bara aðra hagsmuni að leiðarljósi, eins og í þessu tilfelli rekstrarhagsmuni. Ég vil að fyrirtæki sem eru í almannaeigu séu rekin á sem hagkvæmasta máta. Það veiti sem bestu þjónustu og við sem skattgreiðendur þurfum ekki að setja peninga í þau að óþörfu. Það fer ekkert rosalega vel saman við einhverjar áherslur hjá stjórnmálaflokkum.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Líf Birgis er ekki bundið við heimabæinn Kópavog, en hann hefur búið í Hong Kong þar sem hann upplifði SARS-faraldurinn, í Rúmeníu og London. Líf Birgis er saman sett af mörgum verkefnum, en bútasaumurinn miðast af því að hafa ætíð ástríðu fyrir þeim verkefnum sem hann tekur að sér; mikilvægast sé að vera alltaf spenntari fyrir því sem koma skal en því sem á undan er gengið eins hann kemur inn á í viðtali við Snæbjörn Ragnarsson í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Birgir hætti sem forstjóri Íslandspósts í byrjun nóvember og kemur hann inn á þá ákvörðun í þættinum. „Það fylgir þessu alltaf einhver leiðindi. Þetta er pólitískt mál hjá Póstinum og ég hef engar áhyggjur af því og veit alveg sannleikann í þessu máli,“ segir Birgir í viðtalinu. Hann segir að eins og staðan er í dag muni hann aldrei aftur taka að sér verkefni sem tengist pólitík eða opinberum rekstri. Hér að neðan má heyra brot úr viðtalinu. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Birgir Jónsson „Í þessu tiltekna máli er verið að reyna koma með einhverjar eftir á skýringar á óþægilegu pólitísku máli sem að öll gögn sýna að er bara rangt. Ég get sagt þér það að hjartað mitt tekur ekki einu sinni aukaslag yfir þessu. Mér myndi finnast þetta enn þá leiðinlegra ef ég væri með óhreint mjöl í pokahorninu. Ef ég hef ekkert að fela þá er ég meira en til að taka slaginn fyrst það er verið að væna mig um eitthvað sem ég gerði ekki.“ Hann segir að enginn hafi gert athugasemdir um málið fyrir ári síðan og nú séu menn að stíga fram og segjast ekki hafa vitað af málinu. Málið sem um ræðir er bókun stjórnar Íslandspósts eftir að hann hætti sem forstjóri, um að hann hafi ekki haft samráð um verðlækkun á pakkasendingum. Hann sakar stjórnarmenn um atvinnuróg. „Þetta er bara algjör sandkassi og ég lærði af þessu að maður á algjörlega að halda sig frá allri pólitík. Eins og staðan er núna mun ég aldrei aftur fara inn í neitt sem tengist hinu opinbera. Þetta flokkspólitíska kerfi á Íslandi hefur bara aðra hagsmuni að leiðarljósi, eins og í þessu tilfelli rekstrarhagsmuni. Ég vil að fyrirtæki sem eru í almannaeigu séu rekin á sem hagkvæmasta máta. Það veiti sem bestu þjónustu og við sem skattgreiðendur þurfum ekki að setja peninga í þau að óþörfu. Það fer ekkert rosalega vel saman við einhverjar áherslur hjá stjórnmálaflokkum.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp