Lífið

Fyrsta lag Bassa komið út

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndband við lagið var tekið upp í þáttunum Æði og kemur það út á næstunni.
Myndband við lagið var tekið upp í þáttunum Æði og kemur það út á næstunni.

Bassi Maraj skaust upp á stjörnuhimininn með framkomu sinni í raunveruleikaþáttunum Æði ásamt félögum sínum Patrek Jaime og Binna Glee.

Bassi Maraj hefur alltaf verið gæddur hæfileikum á sviði rapptónlistar og er hans fyrsta lag komið út, en lagið heitir einfaldlega Bassi Maraj.

Lagið er framleitt af einum vinsælasta pródúser landsins, Arnari Inga Ingasyni sem er betur þekktur sem Young Nazareth.

Hér að neðan má hlusta á lagið sjálft en á næstunni kemur einnig út myndbandið við lagið.

Bassi mætti í Ísland í dag á dögunum og ræddi þar um lífið í Æði, föðurmissinn og margt fleira.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.