Lífið

Guðmundur og Guðlaug nýtt par

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur og Guðlaug eru nýtt og glæsilegt par.
Guðmundur og Guðlaug eru nýtt og glæsilegt par.

Guðmundur Hafsteinsson fjárfestir sem oft er kenndur við Google og Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir, forstjóri Stekks fjárfestingafélags, eru nýtt par. 

Smartland greinir frá þessu og segir nýtt ofurpar hafa litið dagsins ljós.

Guðmundur er í dag stjórnarformaður Icelandic Startups en hann hefur þróað vörur fyrir bæði Apple og Google. 

Þá er hann forstjóri og stofnandi Fractal 5 en um er að ræða íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem á dögunum sótti þriggja milljóna dala fjármögnun til bandarísks fjárfestingasjóðs.

Guðlaug Kristbjörg er auk þess að vera forstjóri Stekks virk í stjórnarformennsku. Þannig er hún bæði stjórnarformaður Vírnets í Borgarnesi, Kviku eignastýringar og Securitas. 

Guðlaug var í viðtali í Harmageddon í apríl í fyrra þar sem hún fór um víðan völl. Um það leyti var hún að bjóða sig fram til formennsku hjá Samtökum iðanaðarins.

Bæði eiga börn úr fyrri samböndum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.