„Ég tók á móti henni sitjandi á klósettinu“ Sylvía Hall skrifar 17. mars 2021 21:50 Guðríður Jónsdóttir Bachmann eignaðist dóttur sína þann 31. janúar. Vísir Guðríður Jónsdóttir Bachmann er 28 ára tveggja barna móðir sem starfar í gleraugnaversluninni Pro Optik. Hún er í sambandi með Tómasi Óla Björgvinssyni og eignuðust þau börnin með stuttu millibili. Jökull Smári Tómasson kom í heiminn í desember 2019 og síðan fæddist hún Bergþóru Líf Tómasdóttir þann 31. janúar á þessu ári. Seinni fæðingin var óvenjuleg og tók vægast sagt stuttan tíma, en Bergþóra sagði fæðingarsögu sína í Íslandi í dag í kvöld. „Ég fer að sofa á laugardagskvöldinu og vakna upp um tvö við það að ég er farin að fá smá verki. Þar sem fyrri fæðingin mín tók tæpa 29 tíma og var ekkert að stressa mig á þessu. Ég náði að anda mig rosalega vel í gegnum verkina og fer bara fram, fæ mér verkjatöflu og vatn, fer aftur upp í rúm og næ að dotta,“ segir Guðríður. „Síðan vakna ég upp klukkan fimm við það að ég er að missa vatnið og hleyp fram á bað. Dóttir mín mætir tuttugu mínútum seinna.“ „Ekki setja hana ofan í klósettið samt“ Guðríður segir alls ekki hafa búist við því að fæðingin tæki svo stuttan tíma í ljósi þess hversu langan tíma fyrsta fæðingin tók. Sonur hennar hafi ekki komið í heiminn fyrr en eftir rúman sólarhring og í ljósi gildandi takmarkana vegna kórónuveirufaraldursins hafi hún ekki ætlað niður á fæðingardeild fyrr en í virkri fæðingu þegar maki má vera með. Þegar á sjúkrahúsið var komið fengu þær mæðgur strax fulla skoðun og 10 í einkunn.Vísir Hún segir það hafa komið sér á óvart hversu róleg hún var í fæðingunni, en það hafi allt gerst mjög hratt. Hún hafi fundið að verkirnir urðu strax meiri þegar hún var komin inn á bað og stuttu síðar áttaði hún sig á því að barnið væri að koma. Eina sem hún hafi hugsað um var að grípa dóttur sína. „Ég get ekki einu sinni kallað á manninn minn að koma fram. Svo finnst mér ég bara þurfa að fara á klósettið og sest niður og þá kemur rembingsþörfin svona svakalega. Ég byrja bara að láta eftir henni og rembast með. Eitthvað hefur gerst vegna þess að hann vaknar við eitthvað hljóð í mér, heldur að ég sé að æla og kemur fram og þá er kollurinn kominn,“ segir Guðríður. Tómas hafi því hringt í Neyðarlínuna á meðan Guðríður átti barnið á klósettinu. „Ég finn að það kemur þessi kollhríð og ég fer með höndina og finn að það er kominn kollur. Svo kemur næsta og þá kemur höfuðið og ég held bara við það og búkurinn kemur svo í síðasta rembing. Svo já, ég tek á móti henni sitjandi á klósettinu. Eina sem grey konan hjá Neyðarlínunni gat sagt var að segja: Ekki setja hana ofan í klósettið samt.“ Upptöku af neyðarlínusímtalinu má heyra í viðtalinu hér að neðan. Góð lífsreynsla því það gekk vel Bergþóra Líf fæddist með naflastrenginn utan um hálsinn og fengu þau leiðsögn neyðarvarðar Neyðarlínunnar eftir að stúlkan var fædd. Hún hafi átt erfitt með að anda fyrst um sinn en sjúkraflutningamenn hafi verið fljótir á vettvang og gripið til viðeigandi ráðstafana. Tómas hafi því lítið náð að hjálpa þar sem allt gekk svo hratt fyrir sig. „Hann kemur ekkert að fyrr en það er kallað á hann til þess að klippa naflastrenginn.“ Hún segir heilt yfir fæðinguna hafa tekið fimm mínútur frá því að hún missir vatnið og þar til Bergþóra Líf var komin í heiminn. Þegar á sjúkrahúsið var komið fengu þær mæðgur strax fulla skoðun og 10 í einkunn og voru sendar heim á hádegi. „Það eru allir í raun hissa hvað þetta tókst vel og hvað við vorum róleg.“ Börn og uppeldi Ísland í dag Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Sjá meira
Jökull Smári Tómasson kom í heiminn í desember 2019 og síðan fæddist hún Bergþóru Líf Tómasdóttir þann 31. janúar á þessu ári. Seinni fæðingin var óvenjuleg og tók vægast sagt stuttan tíma, en Bergþóra sagði fæðingarsögu sína í Íslandi í dag í kvöld. „Ég fer að sofa á laugardagskvöldinu og vakna upp um tvö við það að ég er farin að fá smá verki. Þar sem fyrri fæðingin mín tók tæpa 29 tíma og var ekkert að stressa mig á þessu. Ég náði að anda mig rosalega vel í gegnum verkina og fer bara fram, fæ mér verkjatöflu og vatn, fer aftur upp í rúm og næ að dotta,“ segir Guðríður. „Síðan vakna ég upp klukkan fimm við það að ég er að missa vatnið og hleyp fram á bað. Dóttir mín mætir tuttugu mínútum seinna.“ „Ekki setja hana ofan í klósettið samt“ Guðríður segir alls ekki hafa búist við því að fæðingin tæki svo stuttan tíma í ljósi þess hversu langan tíma fyrsta fæðingin tók. Sonur hennar hafi ekki komið í heiminn fyrr en eftir rúman sólarhring og í ljósi gildandi takmarkana vegna kórónuveirufaraldursins hafi hún ekki ætlað niður á fæðingardeild fyrr en í virkri fæðingu þegar maki má vera með. Þegar á sjúkrahúsið var komið fengu þær mæðgur strax fulla skoðun og 10 í einkunn.Vísir Hún segir það hafa komið sér á óvart hversu róleg hún var í fæðingunni, en það hafi allt gerst mjög hratt. Hún hafi fundið að verkirnir urðu strax meiri þegar hún var komin inn á bað og stuttu síðar áttaði hún sig á því að barnið væri að koma. Eina sem hún hafi hugsað um var að grípa dóttur sína. „Ég get ekki einu sinni kallað á manninn minn að koma fram. Svo finnst mér ég bara þurfa að fara á klósettið og sest niður og þá kemur rembingsþörfin svona svakalega. Ég byrja bara að láta eftir henni og rembast með. Eitthvað hefur gerst vegna þess að hann vaknar við eitthvað hljóð í mér, heldur að ég sé að æla og kemur fram og þá er kollurinn kominn,“ segir Guðríður. Tómas hafi því hringt í Neyðarlínuna á meðan Guðríður átti barnið á klósettinu. „Ég finn að það kemur þessi kollhríð og ég fer með höndina og finn að það er kominn kollur. Svo kemur næsta og þá kemur höfuðið og ég held bara við það og búkurinn kemur svo í síðasta rembing. Svo já, ég tek á móti henni sitjandi á klósettinu. Eina sem grey konan hjá Neyðarlínunni gat sagt var að segja: Ekki setja hana ofan í klósettið samt.“ Upptöku af neyðarlínusímtalinu má heyra í viðtalinu hér að neðan. Góð lífsreynsla því það gekk vel Bergþóra Líf fæddist með naflastrenginn utan um hálsinn og fengu þau leiðsögn neyðarvarðar Neyðarlínunnar eftir að stúlkan var fædd. Hún hafi átt erfitt með að anda fyrst um sinn en sjúkraflutningamenn hafi verið fljótir á vettvang og gripið til viðeigandi ráðstafana. Tómas hafi því lítið náð að hjálpa þar sem allt gekk svo hratt fyrir sig. „Hann kemur ekkert að fyrr en það er kallað á hann til þess að klippa naflastrenginn.“ Hún segir heilt yfir fæðinguna hafa tekið fimm mínútur frá því að hún missir vatnið og þar til Bergþóra Líf var komin í heiminn. Þegar á sjúkrahúsið var komið fengu þær mæðgur strax fulla skoðun og 10 í einkunn og voru sendar heim á hádegi. „Það eru allir í raun hissa hvað þetta tókst vel og hvað við vorum róleg.“
Börn og uppeldi Ísland í dag Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Sjá meira