„Ég tók á móti henni sitjandi á klósettinu“ Sylvía Hall skrifar 17. mars 2021 21:50 Guðríður Jónsdóttir Bachmann eignaðist dóttur sína þann 31. janúar. Vísir Guðríður Jónsdóttir Bachmann er 28 ára tveggja barna móðir sem starfar í gleraugnaversluninni Pro Optik. Hún er í sambandi með Tómasi Óla Björgvinssyni og eignuðust þau börnin með stuttu millibili. Jökull Smári Tómasson kom í heiminn í desember 2019 og síðan fæddist hún Bergþóru Líf Tómasdóttir þann 31. janúar á þessu ári. Seinni fæðingin var óvenjuleg og tók vægast sagt stuttan tíma, en Bergþóra sagði fæðingarsögu sína í Íslandi í dag í kvöld. „Ég fer að sofa á laugardagskvöldinu og vakna upp um tvö við það að ég er farin að fá smá verki. Þar sem fyrri fæðingin mín tók tæpa 29 tíma og var ekkert að stressa mig á þessu. Ég náði að anda mig rosalega vel í gegnum verkina og fer bara fram, fæ mér verkjatöflu og vatn, fer aftur upp í rúm og næ að dotta,“ segir Guðríður. „Síðan vakna ég upp klukkan fimm við það að ég er að missa vatnið og hleyp fram á bað. Dóttir mín mætir tuttugu mínútum seinna.“ „Ekki setja hana ofan í klósettið samt“ Guðríður segir alls ekki hafa búist við því að fæðingin tæki svo stuttan tíma í ljósi þess hversu langan tíma fyrsta fæðingin tók. Sonur hennar hafi ekki komið í heiminn fyrr en eftir rúman sólarhring og í ljósi gildandi takmarkana vegna kórónuveirufaraldursins hafi hún ekki ætlað niður á fæðingardeild fyrr en í virkri fæðingu þegar maki má vera með. Þegar á sjúkrahúsið var komið fengu þær mæðgur strax fulla skoðun og 10 í einkunn.Vísir Hún segir það hafa komið sér á óvart hversu róleg hún var í fæðingunni, en það hafi allt gerst mjög hratt. Hún hafi fundið að verkirnir urðu strax meiri þegar hún var komin inn á bað og stuttu síðar áttaði hún sig á því að barnið væri að koma. Eina sem hún hafi hugsað um var að grípa dóttur sína. „Ég get ekki einu sinni kallað á manninn minn að koma fram. Svo finnst mér ég bara þurfa að fara á klósettið og sest niður og þá kemur rembingsþörfin svona svakalega. Ég byrja bara að láta eftir henni og rembast með. Eitthvað hefur gerst vegna þess að hann vaknar við eitthvað hljóð í mér, heldur að ég sé að æla og kemur fram og þá er kollurinn kominn,“ segir Guðríður. Tómas hafi því hringt í Neyðarlínuna á meðan Guðríður átti barnið á klósettinu. „Ég finn að það kemur þessi kollhríð og ég fer með höndina og finn að það er kominn kollur. Svo kemur næsta og þá kemur höfuðið og ég held bara við það og búkurinn kemur svo í síðasta rembing. Svo já, ég tek á móti henni sitjandi á klósettinu. Eina sem grey konan hjá Neyðarlínunni gat sagt var að segja: Ekki setja hana ofan í klósettið samt.“ Upptöku af neyðarlínusímtalinu má heyra í viðtalinu hér að neðan. Góð lífsreynsla því það gekk vel Bergþóra Líf fæddist með naflastrenginn utan um hálsinn og fengu þau leiðsögn neyðarvarðar Neyðarlínunnar eftir að stúlkan var fædd. Hún hafi átt erfitt með að anda fyrst um sinn en sjúkraflutningamenn hafi verið fljótir á vettvang og gripið til viðeigandi ráðstafana. Tómas hafi því lítið náð að hjálpa þar sem allt gekk svo hratt fyrir sig. „Hann kemur ekkert að fyrr en það er kallað á hann til þess að klippa naflastrenginn.“ Hún segir heilt yfir fæðinguna hafa tekið fimm mínútur frá því að hún missir vatnið og þar til Bergþóra Líf var komin í heiminn. Þegar á sjúkrahúsið var komið fengu þær mæðgur strax fulla skoðun og 10 í einkunn og voru sendar heim á hádegi. „Það eru allir í raun hissa hvað þetta tókst vel og hvað við vorum róleg.“ Börn og uppeldi Ísland í dag Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Jökull Smári Tómasson kom í heiminn í desember 2019 og síðan fæddist hún Bergþóru Líf Tómasdóttir þann 31. janúar á þessu ári. Seinni fæðingin var óvenjuleg og tók vægast sagt stuttan tíma, en Bergþóra sagði fæðingarsögu sína í Íslandi í dag í kvöld. „Ég fer að sofa á laugardagskvöldinu og vakna upp um tvö við það að ég er farin að fá smá verki. Þar sem fyrri fæðingin mín tók tæpa 29 tíma og var ekkert að stressa mig á þessu. Ég náði að anda mig rosalega vel í gegnum verkina og fer bara fram, fæ mér verkjatöflu og vatn, fer aftur upp í rúm og næ að dotta,“ segir Guðríður. „Síðan vakna ég upp klukkan fimm við það að ég er að missa vatnið og hleyp fram á bað. Dóttir mín mætir tuttugu mínútum seinna.“ „Ekki setja hana ofan í klósettið samt“ Guðríður segir alls ekki hafa búist við því að fæðingin tæki svo stuttan tíma í ljósi þess hversu langan tíma fyrsta fæðingin tók. Sonur hennar hafi ekki komið í heiminn fyrr en eftir rúman sólarhring og í ljósi gildandi takmarkana vegna kórónuveirufaraldursins hafi hún ekki ætlað niður á fæðingardeild fyrr en í virkri fæðingu þegar maki má vera með. Þegar á sjúkrahúsið var komið fengu þær mæðgur strax fulla skoðun og 10 í einkunn.Vísir Hún segir það hafa komið sér á óvart hversu róleg hún var í fæðingunni, en það hafi allt gerst mjög hratt. Hún hafi fundið að verkirnir urðu strax meiri þegar hún var komin inn á bað og stuttu síðar áttaði hún sig á því að barnið væri að koma. Eina sem hún hafi hugsað um var að grípa dóttur sína. „Ég get ekki einu sinni kallað á manninn minn að koma fram. Svo finnst mér ég bara þurfa að fara á klósettið og sest niður og þá kemur rembingsþörfin svona svakalega. Ég byrja bara að láta eftir henni og rembast með. Eitthvað hefur gerst vegna þess að hann vaknar við eitthvað hljóð í mér, heldur að ég sé að æla og kemur fram og þá er kollurinn kominn,“ segir Guðríður. Tómas hafi því hringt í Neyðarlínuna á meðan Guðríður átti barnið á klósettinu. „Ég finn að það kemur þessi kollhríð og ég fer með höndina og finn að það er kominn kollur. Svo kemur næsta og þá kemur höfuðið og ég held bara við það og búkurinn kemur svo í síðasta rembing. Svo já, ég tek á móti henni sitjandi á klósettinu. Eina sem grey konan hjá Neyðarlínunni gat sagt var að segja: Ekki setja hana ofan í klósettið samt.“ Upptöku af neyðarlínusímtalinu má heyra í viðtalinu hér að neðan. Góð lífsreynsla því það gekk vel Bergþóra Líf fæddist með naflastrenginn utan um hálsinn og fengu þau leiðsögn neyðarvarðar Neyðarlínunnar eftir að stúlkan var fædd. Hún hafi átt erfitt með að anda fyrst um sinn en sjúkraflutningamenn hafi verið fljótir á vettvang og gripið til viðeigandi ráðstafana. Tómas hafi því lítið náð að hjálpa þar sem allt gekk svo hratt fyrir sig. „Hann kemur ekkert að fyrr en það er kallað á hann til þess að klippa naflastrenginn.“ Hún segir heilt yfir fæðinguna hafa tekið fimm mínútur frá því að hún missir vatnið og þar til Bergþóra Líf var komin í heiminn. Þegar á sjúkrahúsið var komið fengu þær mæðgur strax fulla skoðun og 10 í einkunn og voru sendar heim á hádegi. „Það eru allir í raun hissa hvað þetta tókst vel og hvað við vorum róleg.“
Börn og uppeldi Ísland í dag Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning