Rósa Björk: Ætlum við að klúðra stöðunni? Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. mars 2021 14:48 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri Grænna. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir segir löngu tímabært að Íslendingar fái upplýsingar um afhendingaráætlun bóluefna fyrir næsta ársfjórðung. Gert er ráð fyrir að fjörutíu og þrjú þúsund manns verði bólusettir í lok mánaðarins. Þetta kom fram á Alþingi í dag þegar heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um stöðu faraldursins. Svandís sagði að þrettán prósent þjóðarinnar hafi nú fengið fyrsta skammt bóluefnis eða báða, eða tæplega 36.800 manns. Nú er gert ráð fyrir að búið verði að bólusetja 43 þúsund manns í lok mánaðarins. Í upphafi árs var reiknað með að 45 þúsund yrðu bólusettir á þeim tíma og er bólusetningin því litlu á eftir áætlun. Svandís vísaði til þess að von væri á niðurstöðu úr rannsókn á hugsanlegum aukaverkunum AstraZeneca á morgun og að í framhaldinu yrði tekin afstaða til notkunar efnisins hér á landi. Þá sé von á afhendingaráætlun næsta ársfjórðungs á næstunni. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherraVísir/vilhelm Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins, spurði í umræðum um skýrsluna hvort aldrei hefði verið athugað hvort Íslendingar gætu farið í bóluefnakaup í samvinnu við Breta og vísaði til erfiðleika hjá Evrópusambandinu. Heilbrigðisráðherra sagðist enn sannfærð um að það hafi verið rétt ákvörðun að fylgja Evrópusambandinu en sagðist þó telja löngu tímabært að fá afhendingaráætlanir fyrir næsta ársfjórðung. Líkt og greint var frá í gær hafa stjórnvöld ákveðið hleypa þeim sem eru bólusettir og búsettir utan Schengen-svæðisins inn í landið gegn framvísun vottorðs. Það sama gildir um þá sem hafa fengið covid-sýkingu og eru með vottorð þar um. Þá verður svokallað litakóða-kerfi tekið upp fyrir lönd innan Schengen-svæðisins um mánðarmótin. Rósa Björk Brynjólfsdótir, þingkona Samfylkingar, sagði á Alþingi í dag að þetta væri pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin verði að standa með að fullu. „Í versta falli munum við sjá fjölgun smita og þá ábyrgð verða stjórnvöld að axla,“ sagði Rósa. Draumastaða sem gæti klúðrast „Hvað ef versta sviðsmyndin raungerist og við stöndum uppi með þá staðreynd að hér þurfum við að stíga hröð skref til baka og loka og herða sóttvarnaraðgerðir. Er ríkisstjórnin tilbúin með aðgerðaáætlun eða sviðsmyndir þar að lútandi eins og þurfti að fara í síðasta sumar?“ spurði Rósa. Hún sagði vatnaskil hafa orðið með þessum ákvörðunum og með því að opna á komu fólks frá grænum löndum „á tímum þegar fjórða bylgjan er að hefjast í Evrópu.“ „Sama dag og ríkisstjórnin tók þessa ákvörðun gáfum grænt ljós á markaðsátak ferðaþjónustuaðila um að Íslands sé opið og tilbúið að taka á móti ferðamönnum. Þessi ákvörðun er tekin án nægilegs samráðs við þingið og án allrar umræðu hér,“ sagði Rósa. Hún bætti við að hér á landi hafi verið „draumastaða“ í faraldrinum. „Ætlum við að klúðra þeirri stöðu?“ spurði þingkonan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samfylkingin Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Þetta kom fram á Alþingi í dag þegar heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um stöðu faraldursins. Svandís sagði að þrettán prósent þjóðarinnar hafi nú fengið fyrsta skammt bóluefnis eða báða, eða tæplega 36.800 manns. Nú er gert ráð fyrir að búið verði að bólusetja 43 þúsund manns í lok mánaðarins. Í upphafi árs var reiknað með að 45 þúsund yrðu bólusettir á þeim tíma og er bólusetningin því litlu á eftir áætlun. Svandís vísaði til þess að von væri á niðurstöðu úr rannsókn á hugsanlegum aukaverkunum AstraZeneca á morgun og að í framhaldinu yrði tekin afstaða til notkunar efnisins hér á landi. Þá sé von á afhendingaráætlun næsta ársfjórðungs á næstunni. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherraVísir/vilhelm Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins, spurði í umræðum um skýrsluna hvort aldrei hefði verið athugað hvort Íslendingar gætu farið í bóluefnakaup í samvinnu við Breta og vísaði til erfiðleika hjá Evrópusambandinu. Heilbrigðisráðherra sagðist enn sannfærð um að það hafi verið rétt ákvörðun að fylgja Evrópusambandinu en sagðist þó telja löngu tímabært að fá afhendingaráætlanir fyrir næsta ársfjórðung. Líkt og greint var frá í gær hafa stjórnvöld ákveðið hleypa þeim sem eru bólusettir og búsettir utan Schengen-svæðisins inn í landið gegn framvísun vottorðs. Það sama gildir um þá sem hafa fengið covid-sýkingu og eru með vottorð þar um. Þá verður svokallað litakóða-kerfi tekið upp fyrir lönd innan Schengen-svæðisins um mánðarmótin. Rósa Björk Brynjólfsdótir, þingkona Samfylkingar, sagði á Alþingi í dag að þetta væri pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin verði að standa með að fullu. „Í versta falli munum við sjá fjölgun smita og þá ábyrgð verða stjórnvöld að axla,“ sagði Rósa. Draumastaða sem gæti klúðrast „Hvað ef versta sviðsmyndin raungerist og við stöndum uppi með þá staðreynd að hér þurfum við að stíga hröð skref til baka og loka og herða sóttvarnaraðgerðir. Er ríkisstjórnin tilbúin með aðgerðaáætlun eða sviðsmyndir þar að lútandi eins og þurfti að fara í síðasta sumar?“ spurði Rósa. Hún sagði vatnaskil hafa orðið með þessum ákvörðunum og með því að opna á komu fólks frá grænum löndum „á tímum þegar fjórða bylgjan er að hefjast í Evrópu.“ „Sama dag og ríkisstjórnin tók þessa ákvörðun gáfum grænt ljós á markaðsátak ferðaþjónustuaðila um að Íslands sé opið og tilbúið að taka á móti ferðamönnum. Þessi ákvörðun er tekin án nægilegs samráðs við þingið og án allrar umræðu hér,“ sagði Rósa. Hún bætti við að hér á landi hafi verið „draumastaða“ í faraldrinum. „Ætlum við að klúðra þeirri stöðu?“ spurði þingkonan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samfylkingin Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira