Lífið

Fimm helstu kostir þess að búa einn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svavar Elliði er nýlega orðinn einhleypur. 
Svavar Elliði er nýlega orðinn einhleypur. 

Tónlistarmaðurinn Svavar Elliði mætti í Brennsluna í morgun og fór yfir fimm helstu kostina að búa einn.

Svavar Elliði gengur undir nafninu Svelliði sem tónlistarmaður. Hann er nýkominn úr sambandi en þekkir það samt sem áður vel hvernig er að búa einn.

Hér að neðan má sjá listann frá Svavari:

  1. Það borðar enginn matinn frá manni.
  2. Maður stjórnar öllu og er kóngur í eigin húsnæði.
  3. Það er enginn að trufla mann eða kvarta yfir því að maður sé allt of lengi á klósettinu eða í sturtu.
  4. Maður getur innréttað húsið sitt eins og maður vill.
  5. Þú hefur mikið næði og getur alltaf boðið dömu heim. Þá á Svavar við ef maður býr í foreldrahúsum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.