Landsmenn hafa boðið Grindvíkingum sumarbústaði til jarðskjálftahvíldar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. mars 2021 20:01 Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að fjöldi Grindvíkinga hafi flúið bæinn til þess að hvíla sig á jarðskjálftunum. VÍSIR/SKJÁSKOT Bæjarstjóri Grindavíkur segir að fjöldi Grindvíkinga hafi flúið bæinn til þess að hvíla sig á jarðskjálftunum. Margir hafi ekki fengið nætursvefn svo dögum skipti og biðlar hann til hóteleigenda að bjóða Grindvíkingum hagstæð tilboð svo þeir komist burt. „Við höfum fengið aðeins af svoleiðis tilboðum, eins og sumarbústaði, fólk sem á sumarbústaði vill af góðmennsku sinni og manngæsku bjóða þá fram. Þeir sem eru tilbúnir til þess eru auðvitað boðnir velkomnir til þess að hafa samband við okkur hjá Grindavíkurbæ,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann hvetur hóteleigendur til þess að hafa samband við bæinn svo hægt sé að bjóða Grindvíkingum hótelherbergi annars staðar á landinu á hagstæðu verði. „Líka vil ég nefna það að hóteleigendur sem að vilja koma með okkur að þessu verkefni, þeir hafi samband og við reynum að finna út hagstæð verð fyrir alla,“ segir Fannar. Til tals að aðstoða fólk að komast annað Grindvíkingar hafa óskað eftir því að stjórnvöld, sveitarfélagið eða ríkið, komi að því að finna húsnæði annars staðar á landinu fyrir íbúa. Fannar segir það hafa komið til tals en því miður eigi þess ekki allir kosts. „Þetta hefur komið til tals og er eitt af því sem við viljum skoða og koma til móts við íbúa okkar. Það eiga þess ekki allir kosts en sumir hafa leitað uppi hagstæð tilboð á hótelum einhvers staðar fjarri Grindavík og aðrir hafa komið sér fyrir yfir nóttina hjá vinum og ættingjum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Fannar. „Við viljum vissulega reyna að finna leiðir til þess að fólkinu okkar líði ekki svona illa,“ segir hann. Hann segist skilja vel að bæjarbúar finni smá sálarró bara við það að komast í burt yfir helgi. „Sérstaklega þegar það nær ekki nætursvefni nótt eftir nótt og er haldið kvíða dagana á milli, þá er þetta auðvitað lýjandi og slítandi. Ég skil þetta mjög vel að fólk vilji breyta um umhverfi.“ Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Verðum að gera ráð fyrir eldgosi á meðan þetta heldur áfram“ Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag. Enn megi búast við eldgosi á meðan jarðskjálftavirkni heldur áfram. 15. mars 2021 18:51 Húsbyggingar þola vel jarðskjálftaálagið undanfarið Sérfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir hús hér á landi þola vel langvarandi skjálftahrinu eins og staðið hefur undanfarið. Það sé ekki fyrr en skjálftar verð sex eða stærri að þeir geti haft áhrif á burðavirki húsa. Þó slíkur skjálfti yrði í tengslum við hrinuna á Reykjanesi þá yrði hann það fjarri byggð að hann myndi líklega ekki hafa áhrif á burðavirki húsa. Fimmtíu þúsund skjálftar hafa orðið frá því hrinan hófst. 15. mars 2021 18:31 Fimmtíu þúsund skjálftar á Reykjanesi á tuttugu dögum Hátt í fimmtíu þúsund jarðskjáftar hafa riðið yfir á Reykjanesskaga frá upphafi hrinunnar 24. febrúar. Þar af hafa sex þeirra verið fimm að stærð eða stærri, sá stærsti 5,7 fyrsta dag hrinunnar. 15. mars 2021 16:03 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
„Við höfum fengið aðeins af svoleiðis tilboðum, eins og sumarbústaði, fólk sem á sumarbústaði vill af góðmennsku sinni og manngæsku bjóða þá fram. Þeir sem eru tilbúnir til þess eru auðvitað boðnir velkomnir til þess að hafa samband við okkur hjá Grindavíkurbæ,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann hvetur hóteleigendur til þess að hafa samband við bæinn svo hægt sé að bjóða Grindvíkingum hótelherbergi annars staðar á landinu á hagstæðu verði. „Líka vil ég nefna það að hóteleigendur sem að vilja koma með okkur að þessu verkefni, þeir hafi samband og við reynum að finna út hagstæð verð fyrir alla,“ segir Fannar. Til tals að aðstoða fólk að komast annað Grindvíkingar hafa óskað eftir því að stjórnvöld, sveitarfélagið eða ríkið, komi að því að finna húsnæði annars staðar á landinu fyrir íbúa. Fannar segir það hafa komið til tals en því miður eigi þess ekki allir kosts. „Þetta hefur komið til tals og er eitt af því sem við viljum skoða og koma til móts við íbúa okkar. Það eiga þess ekki allir kosts en sumir hafa leitað uppi hagstæð tilboð á hótelum einhvers staðar fjarri Grindavík og aðrir hafa komið sér fyrir yfir nóttina hjá vinum og ættingjum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Fannar. „Við viljum vissulega reyna að finna leiðir til þess að fólkinu okkar líði ekki svona illa,“ segir hann. Hann segist skilja vel að bæjarbúar finni smá sálarró bara við það að komast í burt yfir helgi. „Sérstaklega þegar það nær ekki nætursvefni nótt eftir nótt og er haldið kvíða dagana á milli, þá er þetta auðvitað lýjandi og slítandi. Ég skil þetta mjög vel að fólk vilji breyta um umhverfi.“
Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Verðum að gera ráð fyrir eldgosi á meðan þetta heldur áfram“ Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag. Enn megi búast við eldgosi á meðan jarðskjálftavirkni heldur áfram. 15. mars 2021 18:51 Húsbyggingar þola vel jarðskjálftaálagið undanfarið Sérfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir hús hér á landi þola vel langvarandi skjálftahrinu eins og staðið hefur undanfarið. Það sé ekki fyrr en skjálftar verð sex eða stærri að þeir geti haft áhrif á burðavirki húsa. Þó slíkur skjálfti yrði í tengslum við hrinuna á Reykjanesi þá yrði hann það fjarri byggð að hann myndi líklega ekki hafa áhrif á burðavirki húsa. Fimmtíu þúsund skjálftar hafa orðið frá því hrinan hófst. 15. mars 2021 18:31 Fimmtíu þúsund skjálftar á Reykjanesi á tuttugu dögum Hátt í fimmtíu þúsund jarðskjáftar hafa riðið yfir á Reykjanesskaga frá upphafi hrinunnar 24. febrúar. Þar af hafa sex þeirra verið fimm að stærð eða stærri, sá stærsti 5,7 fyrsta dag hrinunnar. 15. mars 2021 16:03 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
„Verðum að gera ráð fyrir eldgosi á meðan þetta heldur áfram“ Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag. Enn megi búast við eldgosi á meðan jarðskjálftavirkni heldur áfram. 15. mars 2021 18:51
Húsbyggingar þola vel jarðskjálftaálagið undanfarið Sérfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir hús hér á landi þola vel langvarandi skjálftahrinu eins og staðið hefur undanfarið. Það sé ekki fyrr en skjálftar verð sex eða stærri að þeir geti haft áhrif á burðavirki húsa. Þó slíkur skjálfti yrði í tengslum við hrinuna á Reykjanesi þá yrði hann það fjarri byggð að hann myndi líklega ekki hafa áhrif á burðavirki húsa. Fimmtíu þúsund skjálftar hafa orðið frá því hrinan hófst. 15. mars 2021 18:31
Fimmtíu þúsund skjálftar á Reykjanesi á tuttugu dögum Hátt í fimmtíu þúsund jarðskjáftar hafa riðið yfir á Reykjanesskaga frá upphafi hrinunnar 24. febrúar. Þar af hafa sex þeirra verið fimm að stærð eða stærri, sá stærsti 5,7 fyrsta dag hrinunnar. 15. mars 2021 16:03