Innlent

Fimmtíu þúsund skjálftar á Reykjanesi á tuttugu dögum

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Suðurstrandarvegur á Reykjanesi.
Suðurstrandarvegur á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm

Hátt í fimmtíu þúsund jarðskjáftar hafa riðið yfir á Reykjanesskaga frá upphafi hrinunnar 24. febrúar. Þar af hafa sex þeirra verið fimm að stærð eða stærri, sá stærsti 5,7 fyrsta dag hrinunnar.

Fimmtíu og þrír hafa verið á bilinu fjórir og fimm að stærð og loks hafa 524 verið á bilinu þrír til fjórir að stærð samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×