Sport

Bara Brady og Beckham að leika sér saman á ströndinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham og Tom Brady eru heimsþekktir íþróttamenn. Það munar bara tveimur árum á þeim en Beckham er löngu hættur á meðan að Brady er enn að spila.
David Beckham og Tom Brady eru heimsþekktir íþróttamenn. Það munar bara tveimur árum á þeim en Beckham er löngu hættur á meðan að Brady er enn að spila. Samsett/Getty

Tom Brady og David Beckham eru tveir af þekktustu íþróttamönnum sögunnar. Þeir eiga það líka sameiginlegt að hafa nú aðsetur í blíðunni á Flórída og eru greinilega góðir vinir ef marka má nýtt myndband af þeim.

Tom Brady er leikmaður NFL-meistara Tampa Bay Buccaneers og David Beckham er forstjóri og einn af eigendum knattspyrnufélagsins Inter Miami CF í Bandaríkjunum.

Myndband með þeim félögum fór á flug í netheimum en þar má sjá þá Brady og Beckham að leika sér saman á ströndinni í Flórída.

Tom Brady er bara tveimur árum yngri en David Beckham. Hann er samt enn að bæta við stórum titlum á ferli sínum. Beckham lagði hins vegar knattspyrnuskóna á hilluna fyrir átta árum síðan.

David Beckham vann líka ófáa titla á knattspyrnuferli sínum og náði að verða meistari í fjórum löndum eða á Englandi, á Spáni, í Bandaríkjunum og í Frakklandi. Hann vann alls nítján stóra titla á ferlinum.

Eftir að knattspyrnuferlinum lauk sýndi Beckham mikinn áhuga að því að eignast lið í bandarísku MLS-deildinni og hefur unnið markvisst af því frá árinu 2014.

Beckham fann sér stað fyrir félagið í Miami borg og liðið hóf að spila í MLS-deildinni í fyrra.

Tom Brady og David Beckham eru greinilega ágætir félagar ef marka má glensið og gamnið í umræddu myndbandi. Veitingamaður og fjárfestirinn David Grutman er sameiginlegur vinur þeirra og myndbandið er frá honum. Það má sjá það hér fyrir ofan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.