Átti í erfiðleikum með samskipti eftir eineltið Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2021 14:30 Hjörtur Jóhann starfar í dag sem leikari í Borgarleikhúsinu. Hjörtur Jóhann Jónsson er leikari í dag, en hefði auðveldlega getað orðið heimspekingur á fjöllum. Þó svo að leiklistin sé ein vinsælasta atvinnugreinin í fjölskyldunni var það þónokkur ákvörðun fyrir hann að leggja hana fyrir sig, en á leiðinni kom hann við í björgunarsveitinni og í heimspeki í Háskóla Íslands. Á endanum var leiklistin þó það eina sem hann fékk ekki leið á. Ferill Hjartar er fjölbreyttur, en þjóðin hefur fengið að njóta hans í mörgum sýningum á borð við Ríkharð III, Ellý og Bláa hnettinum. Í dag er hann fastráðinn hjá Borgarleikhúsinu og ræddi hann við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Hjörtur fer í viðtalinu yfir farsælan feril hans í leikhúsinu en einnig fer hann yfir erfiða tíma og nefnir hann þá til sögunnar einelti sem hann varð fyrir í Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. „Ég var lagður svolítið í einelti í Melaskóla og það hefur örugglega svolítið skellt í lás hjá mér. Samskipti stressuðu mig mjög mikið,“ segir Hjörtur Jóhann og heldur áfram. Hér að neðan má hlusta á brot úr viðtalinu. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Hjörtur Jóhann Jónsson „Bara að geta einhvern veginn spjallað, fannst mér óbærileg tilhugsun. Þetta hefur ekki fylgt mér alla tíð og náði að springa út úr skelinni en ég var til dæmis mjög lengi að læra á að koma í viðtöl og líða þægilega með það. Núna samkjafta ég,“ segir Hjörtur Jóhann sem kynntist tveimur stelpum á fyrsta ári sínu í Hagaskóla og þær hafi einhvern veginn hjálpað honum að verða hann sjálfur. „Ég kann þeim miklar þakkir og þær alveg pönkuðust í mér, til að fá mig til að tala við sig. Ég hef aldrei vitað af hverju þær nenntu þessu. Kannski fannst þeim bara fyndið að pönkast í einhverjum gaur sem var alltaf út í horni og nennti aldrei að segja neitt. Þær voru geðveikt skemmtilegar og aldrei andstyggilegar. Þetta gekk á allt fyrsta árið í Hagaskóla og svo á öðru árinu, í níunda bekk var maður aðeins farinn að gera sig breiðan.“ Hann segir að móðir hans hafi í raun aldrei gert sér grein fyrir því að hann hafi verið lagður í einelti fyrir en mörgum árum seinna. „Þetta var ekkert svona brútal einelti, heldur einelti innan vinahóps dæmi. Við vorum bara vinahópur og ég var neðstur í goggunarröðinni og ég var alltaf viðfang brandarana. Þetta eru ekki vinir mínir í dag, en þeir eru ekki óvinir mínir heldur og ég myndi taka þeim fagnandi ef ég myndi hitta þá. Enda held ég ekkert að þeir hafi endilega áttað sig á því hvað væri á seyði. Ég held að ég hafi snúið þessu við á einhverjum tímapunkti í Hagaskóla og byrjað að snúa þessu við og byrjað að gera þetta við mína vini, svona ómeðvitað.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni en Hjörtur talar einnig um tímann þegar alltaf var verið að sprengja upp hluti í Hagaskóla. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
Þó svo að leiklistin sé ein vinsælasta atvinnugreinin í fjölskyldunni var það þónokkur ákvörðun fyrir hann að leggja hana fyrir sig, en á leiðinni kom hann við í björgunarsveitinni og í heimspeki í Háskóla Íslands. Á endanum var leiklistin þó það eina sem hann fékk ekki leið á. Ferill Hjartar er fjölbreyttur, en þjóðin hefur fengið að njóta hans í mörgum sýningum á borð við Ríkharð III, Ellý og Bláa hnettinum. Í dag er hann fastráðinn hjá Borgarleikhúsinu og ræddi hann við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Hjörtur fer í viðtalinu yfir farsælan feril hans í leikhúsinu en einnig fer hann yfir erfiða tíma og nefnir hann þá til sögunnar einelti sem hann varð fyrir í Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. „Ég var lagður svolítið í einelti í Melaskóla og það hefur örugglega svolítið skellt í lás hjá mér. Samskipti stressuðu mig mjög mikið,“ segir Hjörtur Jóhann og heldur áfram. Hér að neðan má hlusta á brot úr viðtalinu. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Hjörtur Jóhann Jónsson „Bara að geta einhvern veginn spjallað, fannst mér óbærileg tilhugsun. Þetta hefur ekki fylgt mér alla tíð og náði að springa út úr skelinni en ég var til dæmis mjög lengi að læra á að koma í viðtöl og líða þægilega með það. Núna samkjafta ég,“ segir Hjörtur Jóhann sem kynntist tveimur stelpum á fyrsta ári sínu í Hagaskóla og þær hafi einhvern veginn hjálpað honum að verða hann sjálfur. „Ég kann þeim miklar þakkir og þær alveg pönkuðust í mér, til að fá mig til að tala við sig. Ég hef aldrei vitað af hverju þær nenntu þessu. Kannski fannst þeim bara fyndið að pönkast í einhverjum gaur sem var alltaf út í horni og nennti aldrei að segja neitt. Þær voru geðveikt skemmtilegar og aldrei andstyggilegar. Þetta gekk á allt fyrsta árið í Hagaskóla og svo á öðru árinu, í níunda bekk var maður aðeins farinn að gera sig breiðan.“ Hann segir að móðir hans hafi í raun aldrei gert sér grein fyrir því að hann hafi verið lagður í einelti fyrir en mörgum árum seinna. „Þetta var ekkert svona brútal einelti, heldur einelti innan vinahóps dæmi. Við vorum bara vinahópur og ég var neðstur í goggunarröðinni og ég var alltaf viðfang brandarana. Þetta eru ekki vinir mínir í dag, en þeir eru ekki óvinir mínir heldur og ég myndi taka þeim fagnandi ef ég myndi hitta þá. Enda held ég ekkert að þeir hafi endilega áttað sig á því hvað væri á seyði. Ég held að ég hafi snúið þessu við á einhverjum tímapunkti í Hagaskóla og byrjað að snúa þessu við og byrjað að gera þetta við mína vini, svona ómeðvitað.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni en Hjörtur talar einnig um tímann þegar alltaf var verið að sprengja upp hluti í Hagaskóla.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira