Fánaberi Íslands í Ríó ákærður fyrir líkamsárás Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2021 07:01 Þormóður Árni Jónsson ber fána Íslands inn á Maracana leikvanginn í Ríó þann 5. ágúst 2016. Getty/Lars Baron Þormóður Jónsson, þrefaldur Ólympíufari og fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á dyravörð á Lewboski bar aðfaranótt Þorláksmessu 2018. Þormóður segist í stuttu samtali við Vísi ekki hafa ráðist á neinn. Um vitleysu sé að ræða. Í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu segir að Þormóður, sem er nýorðinn 38 ára, hafi veist með ofbeldi að 34 ára gömlum dyraverði fyrir utan Lebowski Bar og slegið hann með krepptum hnefa í andlit með þeim afleiðingum að dyravörðurinn hlaut áverka fyrir framan vinstra eyra. Brotið telst varða við 217. grein almennra hegningarlaga en viðurlög við brotum á lögunum varða að hámarki sex mánaða fangelsi nema brotið sé mjög alvarlegt. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum en Þormóður neitar sök. Þormóður vildi lítið tjá sig um málið við Vísi enda væri langt í frá að niðurstaða væri komin í málið. „Ég réðst ekki á neinn, það er bara þannig. Þetta er bara vitleysa,“ sagði Þormóður. Þormóður er einn besti júdókappi sem Ísland hefur alið. Hann keppti fyrir Íslands hönd á þrennum Ólympíuleikum; í Peking 2008, London 2012 og Ríó 2016 þegar hann var þess heiðurs aðnjótandi að vera fánaberi Íslands. Hann starfar í dag sem framkvæmdastjóri Júdósambands Íslands. Dómsmál Júdó Reykjavík Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu segir að Þormóður, sem er nýorðinn 38 ára, hafi veist með ofbeldi að 34 ára gömlum dyraverði fyrir utan Lebowski Bar og slegið hann með krepptum hnefa í andlit með þeim afleiðingum að dyravörðurinn hlaut áverka fyrir framan vinstra eyra. Brotið telst varða við 217. grein almennra hegningarlaga en viðurlög við brotum á lögunum varða að hámarki sex mánaða fangelsi nema brotið sé mjög alvarlegt. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum en Þormóður neitar sök. Þormóður vildi lítið tjá sig um málið við Vísi enda væri langt í frá að niðurstaða væri komin í málið. „Ég réðst ekki á neinn, það er bara þannig. Þetta er bara vitleysa,“ sagði Þormóður. Þormóður er einn besti júdókappi sem Ísland hefur alið. Hann keppti fyrir Íslands hönd á þrennum Ólympíuleikum; í Peking 2008, London 2012 og Ríó 2016 þegar hann var þess heiðurs aðnjótandi að vera fánaberi Íslands. Hann starfar í dag sem framkvæmdastjóri Júdósambands Íslands.
Dómsmál Júdó Reykjavík Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira