Lífið

„Reikna nú ekki með að margir verði móðgaðir“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar V er í bandinu XIX.
Gunnar V er í bandinu XIX.

Hljómsveitin XIX hefur fest sig i sessi í norsku metal senunni. Hljómsveitin er skipuð tveimur Íslendingum sem koma þar fram undir listamannsnöfnunum Balthazar og Orion.

Hljómsveitin er fremur ný af nálinni en nýjasta myndband sveitarinnar er ekki hefðbundið. Um myndbandið hefur Balthazar þetta að segja.

„Ég reikna nú ekki með að margir verði móðgaðir en þetta er svona smá óður til þeirra sem komu á undan okkur. Mayhem og aðrir fóru skrefinu lengri fyrir 30 árum og gerðu þetta í alvörunni. Við fórum í gegnum mikinn prósess og vorum með plön um að byggja tveggja metra módel af stafkirkju, svona hefbundnar eldri norskar kirkjur. Vorum komnir með teikningar og arkitekt í málið. Við enduðum þó á að gera þetta í tölvu. Það þótti auðveldara. Það var mikið fjör við gerð myndbandsins en lagið er þó auðvitað aðal atriðið,” segir Gunnar Valdimarsson sem gengur undir nafninu Balthazar í bandinu. Gunnar er einn þekktasti flúrari landsins. 

Gunnar segir að viðbrögðin í Noregi hafi komið honum á óvart en hann er búsettur þar. 

„Það sem kom okkur á óvart var að þau hafa flest verið jákvæð. Kannski vegna þess að þetta er nú aðallega miðað að metal fólki og því kannski ekki margir sannkristnir Norðmenn að horfa á þetta. En hver veit.”

Um næstu plön sveitarinnar segir Balhazar.

„Við erum með plön um að gera nýtt myndband í hverjum mánuði og enda svo á plötu. Við erum nú bara að þessu af því að okkur finnst þetta gaman. Það væri þó gaman að koma til Íslands til að halda tónleika þegar ástand leyfir.”
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.