„Hann átti þetta bara svo mikið skilið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. mars 2021 13:30 Guðmunda Pálmadóttir fór í gegnum ferlið með Eðvarði. Þriðji þátturinn í nýrri þáttaröð af Leitinni að upprunanum fór í loftið í gærkvöldi. Þar var saga Guðmundar Kort Lorenzini rifjuð upp en hann fann fjölskylduna sína í Bandaríkjunum fyrir 3 árum. Saga Guðmundar vakti mikla athygli og hefur hann verið í miklum samskiptum við fjölskylduna sína síðan þá. Faðir Guðmundar var látinn þegar hann fann upprunann en hann átti nokkur systkini í Bandaríkjunum og er hann sérstaklega þakklátur fyrir að hafa fundið upprunann. En í þættinum í gær var einnig rætt við Eðvarð Þór Hackert en hann hafði dreymt um að fá svör um uppruna sinn allt frá því að hann var barn. Höskuldarviðvörun: Ef þú átt eftir að horfa á þáttinn sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi ættir þú ekki að lesa meira. . . . . . . Það er búið að vara þig við . . . . . . Eðvarð fæddist í september árið 1985 og var þriðja barn móður sinnar af fjórum. Ekkert þeirra er samfeðra. Faðir Eðvarðs var bandarískur hermaður sem var búsettur hér á landi þar til að Eðvarð var tæplega þriggja mánaða. Eftir að hann hélt aftur til Bandaríkjanna heyrðist ekkert frá honum. Hann hafði fyrst ekki áhuga á því að leita upprunans og vildi lítið vita af föður sínum. Uppvaxtarár hans voru ekki auðveld og var hann sjálfur kominn í fóstur þegar hann var 14 ára. Í þættinum í gær sagði Eðvarð söguna af því þegar hann horfði á þáttinn um Guðmund Kort og hafði þátturinn þau áhrif á hann að hann sá sig knúinn til að leita upprunans, sem hann gerði. Leitin gekk nokkuð vel og eftir að hafa google-að mjög mikið þá ákvað hann að senda staðlaðan póst á alla sem báru eftirnafn föður hans, Swainson. Einn daginn var Eðvarð inni í svefnherbergi heima hjá sér og kærastan hans að tilkynna vinkonum sínum að hún ætti von á barni inni í stofu. Eðvarð fær þá allt í einu póst frá systur sinni og í kjölfarið símtal. Kom ekki einu orði út Eðvarð vissi í raun ekkert hvað hann ætti að segja og kom varla upp orði. Hann hágrét og var hann allt í einu komin í samband við fjölskyldu sína. Eðvarð gekk fram í stofuna og reyndi að segja kærustunni sinni hvað hafði gerst. Hann kom aftur ekki upp orði og grét bara háfstöfum. Vinkonurnar héldu að eitthvað alvarlegt hefði gerst. Í ljós kom að faðir Eðvars lést árið 2002 en hann komst að því að hann átti fjölmarga ættingja í Bandaríkjunum og Bermúda. Núverandi kærasta Eðvarðs og barnsmóðir Guðmunda Pálmadóttir hefur stutt hann í gegnum ferlið og tók það greinilega á fyrir hana að fylgjast með Eðvarði í leit sinni. „Það var bara fjölskyldufundur, það var bara neyðarfundur. Það vissi enginn af mér og þetta var svo absúrd fyrir alla og ég get ekki sett mig í þessu spor. Svo kemur í ljós að ég er líkastur pabba mínum af þeim öllum,“ segir Eðvarð. „Hann kemur inn í stofu og er að reyna segja eitthvað en brotnar bara saman. Hann nær að segja, ég fann systur mína og fer bara að gráta. Að heyra af þessum viðbrögðum frá þeim, þetta var svo gott í hjartað sko. Ég var bara grátandi í nokkra daga á eftir og þau senda strax vídeó þar sem er búið að klippa saman ættartréð og senda myndir. Ég sé myndir af pabba hans í fyrsta skipti. Það kom svo sterkt upp í mér, þessi litli strákur sem hann var en fékk aldrei svör. Hann átti þetta bara svo mikið skilið,“ segir Guðmunda Pálmadóttir. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins en Eðvarð hefur farið út til Bandaríkjanna til að hitta bróður sinn, ömmu og fleiri ættingja og segir hann að ákveðið púsl sem alltaf hefur vantað sé fundið. Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 en þar koma enn fleiri upplýsingar fram. Klippa: Hann átti þetta bara svo mikið skilið Leitin að upprunanum Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Saga Guðmundar vakti mikla athygli og hefur hann verið í miklum samskiptum við fjölskylduna sína síðan þá. Faðir Guðmundar var látinn þegar hann fann upprunann en hann átti nokkur systkini í Bandaríkjunum og er hann sérstaklega þakklátur fyrir að hafa fundið upprunann. En í þættinum í gær var einnig rætt við Eðvarð Þór Hackert en hann hafði dreymt um að fá svör um uppruna sinn allt frá því að hann var barn. Höskuldarviðvörun: Ef þú átt eftir að horfa á þáttinn sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi ættir þú ekki að lesa meira. . . . . . . Það er búið að vara þig við . . . . . . Eðvarð fæddist í september árið 1985 og var þriðja barn móður sinnar af fjórum. Ekkert þeirra er samfeðra. Faðir Eðvarðs var bandarískur hermaður sem var búsettur hér á landi þar til að Eðvarð var tæplega þriggja mánaða. Eftir að hann hélt aftur til Bandaríkjanna heyrðist ekkert frá honum. Hann hafði fyrst ekki áhuga á því að leita upprunans og vildi lítið vita af föður sínum. Uppvaxtarár hans voru ekki auðveld og var hann sjálfur kominn í fóstur þegar hann var 14 ára. Í þættinum í gær sagði Eðvarð söguna af því þegar hann horfði á þáttinn um Guðmund Kort og hafði þátturinn þau áhrif á hann að hann sá sig knúinn til að leita upprunans, sem hann gerði. Leitin gekk nokkuð vel og eftir að hafa google-að mjög mikið þá ákvað hann að senda staðlaðan póst á alla sem báru eftirnafn föður hans, Swainson. Einn daginn var Eðvarð inni í svefnherbergi heima hjá sér og kærastan hans að tilkynna vinkonum sínum að hún ætti von á barni inni í stofu. Eðvarð fær þá allt í einu póst frá systur sinni og í kjölfarið símtal. Kom ekki einu orði út Eðvarð vissi í raun ekkert hvað hann ætti að segja og kom varla upp orði. Hann hágrét og var hann allt í einu komin í samband við fjölskyldu sína. Eðvarð gekk fram í stofuna og reyndi að segja kærustunni sinni hvað hafði gerst. Hann kom aftur ekki upp orði og grét bara háfstöfum. Vinkonurnar héldu að eitthvað alvarlegt hefði gerst. Í ljós kom að faðir Eðvars lést árið 2002 en hann komst að því að hann átti fjölmarga ættingja í Bandaríkjunum og Bermúda. Núverandi kærasta Eðvarðs og barnsmóðir Guðmunda Pálmadóttir hefur stutt hann í gegnum ferlið og tók það greinilega á fyrir hana að fylgjast með Eðvarði í leit sinni. „Það var bara fjölskyldufundur, það var bara neyðarfundur. Það vissi enginn af mér og þetta var svo absúrd fyrir alla og ég get ekki sett mig í þessu spor. Svo kemur í ljós að ég er líkastur pabba mínum af þeim öllum,“ segir Eðvarð. „Hann kemur inn í stofu og er að reyna segja eitthvað en brotnar bara saman. Hann nær að segja, ég fann systur mína og fer bara að gráta. Að heyra af þessum viðbrögðum frá þeim, þetta var svo gott í hjartað sko. Ég var bara grátandi í nokkra daga á eftir og þau senda strax vídeó þar sem er búið að klippa saman ættartréð og senda myndir. Ég sé myndir af pabba hans í fyrsta skipti. Það kom svo sterkt upp í mér, þessi litli strákur sem hann var en fékk aldrei svör. Hann átti þetta bara svo mikið skilið,“ segir Guðmunda Pálmadóttir. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins en Eðvarð hefur farið út til Bandaríkjanna til að hitta bróður sinn, ömmu og fleiri ættingja og segir hann að ákveðið púsl sem alltaf hefur vantað sé fundið. Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 en þar koma enn fleiri upplýsingar fram. Klippa: Hann átti þetta bara svo mikið skilið
Leitin að upprunanum Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira