Um 1300 manns skráðir í skimun Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. mars 2021 10:58 Búast má við svipuðu álagi á heilsugæslunni í dag vegna skimana fyrir kórónuveirunni og var í þeim bylgjum faraldursins sem gengið hafa yfir síðasta árið. Vísir/Vilhelm Von er á að minnsta kosti um 1300 manns í skimun fyrir kórónuveirunni í dag hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar á meðal eru að öllum líkindum flestir ef ekki allir þeirra 800 gesta sem sóttu tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar, píanóleikara, í Hörpu á föstudagskvöld. Á laugardag greindist starfsmaður Landspítalans með veiruna en hann hafði sótt umrædda tónleika kvöldið áður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslunni, segir þann fjölda sem von er á í dag í sýnatöku heldur meiri en undanfarna daga. Álagið sé hins vegar viðráðanlegt og svolítið svipað og í þeim bylgjum smita sem gengið hafa yfir í faraldrinum hingað til. „Þannig að við ráðum vel við þetta,“ segir Ragnheiður í samtali við fréttastofu. Öll sýni sem tekin voru í gær vegna tveggja innanlandssmita sem greindust utan sóttkvíar um helgina reyndust neikvæð. Um er að ræða sýni sem tekin voru hjá starfsfólki Landspítalans og í kringum þá tvo sem smituðust innanlands. Sá smitaði sem starfar á Landspítalanum vinnur á göngudeild lyflækninga A3. Á deildinni er veitt göngudeildarþjónusta vegna gigtar-, innkirtla-, lungna-, ofnæmis, og smitsjúkdóma í kjölfar sjúkrahúslegu. Starfsmaðurinn hafði ekki fengið bólusetningu. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, sagði í samtali við Vísi í gær að tiltölulega fáir starfsmenn á þessari deild hefðu fengið bólusetningu. Þá hefðu ekki allir starfsmenn deildarinnar verið skilgreindir sem framlínustarfsmenn. Sagðist hann vonast til að hægt yrði að bólusetja starfsmenn deildarinnar hraðar til að draga úr líkum á því að starfsfólk getið borið smit í sjúklinga. Aðspurð hvort borist hefði beiðni til heilsugæslunnar um að bólusetja fleiri starfsmenn spítalans í ljósi smitsins sem kom upp um helgina segir Ragnheiður: „Við höfum ekki fengið þá beiðni, nei, en munum alveg skoða það ef það kæmi til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Harpa Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Sjá meira
Þar á meðal eru að öllum líkindum flestir ef ekki allir þeirra 800 gesta sem sóttu tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar, píanóleikara, í Hörpu á föstudagskvöld. Á laugardag greindist starfsmaður Landspítalans með veiruna en hann hafði sótt umrædda tónleika kvöldið áður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslunni, segir þann fjölda sem von er á í dag í sýnatöku heldur meiri en undanfarna daga. Álagið sé hins vegar viðráðanlegt og svolítið svipað og í þeim bylgjum smita sem gengið hafa yfir í faraldrinum hingað til. „Þannig að við ráðum vel við þetta,“ segir Ragnheiður í samtali við fréttastofu. Öll sýni sem tekin voru í gær vegna tveggja innanlandssmita sem greindust utan sóttkvíar um helgina reyndust neikvæð. Um er að ræða sýni sem tekin voru hjá starfsfólki Landspítalans og í kringum þá tvo sem smituðust innanlands. Sá smitaði sem starfar á Landspítalanum vinnur á göngudeild lyflækninga A3. Á deildinni er veitt göngudeildarþjónusta vegna gigtar-, innkirtla-, lungna-, ofnæmis, og smitsjúkdóma í kjölfar sjúkrahúslegu. Starfsmaðurinn hafði ekki fengið bólusetningu. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, sagði í samtali við Vísi í gær að tiltölulega fáir starfsmenn á þessari deild hefðu fengið bólusetningu. Þá hefðu ekki allir starfsmenn deildarinnar verið skilgreindir sem framlínustarfsmenn. Sagðist hann vonast til að hægt yrði að bólusetja starfsmenn deildarinnar hraðar til að draga úr líkum á því að starfsfólk getið borið smit í sjúklinga. Aðspurð hvort borist hefði beiðni til heilsugæslunnar um að bólusetja fleiri starfsmenn spítalans í ljósi smitsins sem kom upp um helgina segir Ragnheiður: „Við höfum ekki fengið þá beiðni, nei, en munum alveg skoða það ef það kæmi til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Harpa Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Sjá meira