Lömuð kona fær ekki þjónustu á næturnar: „Hún er logandi hrædd“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. mars 2021 20:01 Lömuð kona sem er með samning um sambærilega þjónustu og notendastýrða persónulega aðstoð fær ekki þjónustu á næturnar. Systir hennar segir konuna logandi hrædda. Elínborg Steinunnardóttir lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í janúar fyrir ári síðan þegar lögregla veitti próflausum ökumanni sem var undir áhrifum vímuefna eftirför. Ökumaðurinn keyrði á 150 kílómetra hraða beint framan á bíl Elínborgar. Frosti Logason tók ítarlegt viðtal við Elínborgu í Ísland í dag í desember þar sem hún ræddi um eftirför lögreglu og afleiðingar hennar. Eftir slysið dvaldi Elínborg í 56 vikur á sjúkrahúsi og í endurhæfingu á Grensás. Hún fékk svo samning um sambærilega þjónustu og NPA í nóvember. Hún fór að fullu heim til sín í síðustu viku. „En svo fær hún upplýsingar um það síðastliðinn mánudag að héðan í frá verði engar næturvaktir og hún eigi að vera ein heima frá klukkan tólf á miðnætti til klukkan átta á morgnanna,“ sagði Borghildur Guðmundsdóttir, systir Elínborgar. Segir starfsfólkið áhyggjufullt Elínborg notast við hjólastól í daglegu lífi. Borghildur segir að velferðarsvið Reykjanesbæjar gefi þau svör að í skýrslu frá Grensás komi fram að Elínborg þurfi aðeins þjónustu sextán tíma sólarhrings og að bærinn hafi ekki heimild til að veita þjónustu umfram matið. Borghildur hrósar starfsfólki og ráðgjöfum Elínborgar en segir verkferla gallaða. „Það er hver heilvita maður sem veit það að hún getur ekki verið heima á næturnar alein. Ég hef talað við starfsfólkið hennar og þau eru öll mjög áhyggjufull og líður verulega illa því þau eru sett í þá stöðu að á miðnætti þá eiga þau að skilja hana eftir eina. Og það kemur kannski gos, það gæti einhver brotist inn, hún gæti fengið í magann. Þetta er ekki eðlilegt,“ sagði Borghildur. „Þetta er náttúrulega óskaplega dýr þjónusta að veita á kostnað Reykjanesbæjar en ég get alveg sagt það að systir mín er ekki efni í niðurskurð á þjónustu.“ Tekur svefntöflur til að vakna ekki ein Borghildur segir systur sína óttast að vera ein þar sem hún sé ekki sjálfbjarga að fullu. „Hún er bara logandi hrædd, logandi hrædd og eins og ég segi þá er það hennar lausn að taka svefntöflur af því að hún er svo hrædd við að vakna,“ sagði Borghildur. Starfsmaður á velferðarsviði Reykjanesbæjar sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um málið. Heilbrigðismál Reykjanesbær Félagsmál Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Elínborg Steinunnardóttir lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í janúar fyrir ári síðan þegar lögregla veitti próflausum ökumanni sem var undir áhrifum vímuefna eftirför. Ökumaðurinn keyrði á 150 kílómetra hraða beint framan á bíl Elínborgar. Frosti Logason tók ítarlegt viðtal við Elínborgu í Ísland í dag í desember þar sem hún ræddi um eftirför lögreglu og afleiðingar hennar. Eftir slysið dvaldi Elínborg í 56 vikur á sjúkrahúsi og í endurhæfingu á Grensás. Hún fékk svo samning um sambærilega þjónustu og NPA í nóvember. Hún fór að fullu heim til sín í síðustu viku. „En svo fær hún upplýsingar um það síðastliðinn mánudag að héðan í frá verði engar næturvaktir og hún eigi að vera ein heima frá klukkan tólf á miðnætti til klukkan átta á morgnanna,“ sagði Borghildur Guðmundsdóttir, systir Elínborgar. Segir starfsfólkið áhyggjufullt Elínborg notast við hjólastól í daglegu lífi. Borghildur segir að velferðarsvið Reykjanesbæjar gefi þau svör að í skýrslu frá Grensás komi fram að Elínborg þurfi aðeins þjónustu sextán tíma sólarhrings og að bærinn hafi ekki heimild til að veita þjónustu umfram matið. Borghildur hrósar starfsfólki og ráðgjöfum Elínborgar en segir verkferla gallaða. „Það er hver heilvita maður sem veit það að hún getur ekki verið heima á næturnar alein. Ég hef talað við starfsfólkið hennar og þau eru öll mjög áhyggjufull og líður verulega illa því þau eru sett í þá stöðu að á miðnætti þá eiga þau að skilja hana eftir eina. Og það kemur kannski gos, það gæti einhver brotist inn, hún gæti fengið í magann. Þetta er ekki eðlilegt,“ sagði Borghildur. „Þetta er náttúrulega óskaplega dýr þjónusta að veita á kostnað Reykjanesbæjar en ég get alveg sagt það að systir mín er ekki efni í niðurskurð á þjónustu.“ Tekur svefntöflur til að vakna ekki ein Borghildur segir systur sína óttast að vera ein þar sem hún sé ekki sjálfbjarga að fullu. „Hún er bara logandi hrædd, logandi hrædd og eins og ég segi þá er það hennar lausn að taka svefntöflur af því að hún er svo hrædd við að vakna,“ sagði Borghildur. Starfsmaður á velferðarsviði Reykjanesbæjar sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um málið.
Heilbrigðismál Reykjanesbær Félagsmál Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira