Innlent

Á­kærðir fyrir að nauðga ís­lenskri konu á Kanarí­eyjum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin er tekin á ferðamannasvæðinu Púertó Ríkó á eyjunni Gran Canaria. Eyjan er ein af Kanaríeyjunum og afar vinsæll ferðamannastaður, meðal annars hjá Íslendingum.
Myndin er tekin á ferðamannasvæðinu Púertó Ríkó á eyjunni Gran Canaria. Eyjan er ein af Kanaríeyjunum og afar vinsæll ferðamannastaður, meðal annars hjá Íslendingum. Getty/Peter Thompson

Lögregluyfirvöld á Kanaríeyjum hafa ákært fjóra menn fyrir kynferðisbrot gegn 36 ára gamalli íslenskri konu. Eru mennirnir grunaðir um að hafa nauðgað konunni en þeir sitja allir í gæsluvarðhaldi og eiga ekki möguleika á að losna úr fangelsi gegn tryggingu.

Greint er frá málinu í spænska dagblaðinu La Provincia sem gefið er út á Kanaríeyjum en mbl.is greindi fyrst frá íslenskra miðla.

Mennirnir eru grunaðir um að hafa ráðist á konuna síðastliðinn föstudag í hverfinu Agua la Perra í Púertó Ríkó á eyjunni Gran Canaria. Púertó Ríkó er ferðamannasvæði í bænum Mogán á Gran Canaria.

Konan, sem hefur verið búsett á Kanaríeyjum ásamt fjölskyldu sinni í mörg ár að því er segir í frétt La Provincia, lagði fram kæru á sunnudagskvöld.

Í fréttinni segir að hún hafi leitað til læknis eftir árásina og lagt fram áverkavottorð sem renni stoðum undir frásögn hennar af því sem gerðist á föstudagskvöld. Lögreglan hóf strax rannsókn eftir að konan lagði fram kæru og handtók mennina á mánudag.

Að því er segir í frétt La Provincia eru hinir grunuðu innflytjendur frá Norður-Afríku sem eiga að hafa komið til Kanaríeyja með bát.

Í kæru konunnar mun hafa komið fram að hún hafi gefið sig á tal við mennina á föstudagskvöld til að spyrja þá út í þeirra líf og aðstæður en þeir þá ráðist á hana.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.