Ekki vísbendingar um gos á næstu klukkustundum Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2021 18:29 Keilir og svæðið í kring úr lofti Vísir/RAX Nýjustu gögn gefa ekki vísbendingar um að eldgos á Reykjanesskaga sé yfirvofandi á næstu klukkustundum. Ennþá eru þó merki um að kvikugangur sé að myndast á svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Farið var yfir nýjustu mælingar og gögn sem hafa borist síðasta sólarhringinn á fundi vísindaráðs almannavarna þar sem jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga var rædd í dag. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að mælar sýni að virknin sé enn mikil á svæðinu þó að dregið hafi úr henni eftir að svonefndur óróapúls mældist um miðjan dag í gær. Virknin hefur færst örlítið í suðvestur en meginvirknin er þó enn á sömu slóðum og að undanförnu. Nýjar InSAR-gervihnattarmyndir sem bárust í dag og spanna tímabilið frá 25. febrúar til 3. mars sýna ennþá merki um að kvikugangur sé að myndast á milli Fagradalsfjalls og Keilis. GPS-mælingar eru sagðar styðja það en þær sýna stöðuga hreyfingu sem virðist þó hafa hægt á sér miðað við síðustu daga. Saman sýna gögnin að ekki hafi orðið veruleg aukning í kvikuhreyfingum samfara jarðskjálftavirkninni í gær. Sérfræðingar ætla að túlka frekar gögn um aflögun jarðskorpunnar til að átta sig á hversu miklar breytingar hafa átt sér stað og hvað þær þýða um framvindu mála. „Niðurstaða vísindaráðs er sú að nýjustu mælingar og gögn sýni að þau merki sem komu fram í gær um að veruleg hætta væri á [að] gos gæti hafist á næstu klukkustundum hafi dofnað mjög,“ segir í tilkynningu almannavarna. Atburðarásin nú hafi ekki áhrif á þær sviðsmyndir sem unnið hefur verið eftir. Gera þurfi ráð fyrir möguleikanum á gosi ásamt líklegustu staðsetningu þess og mögulegu umfangi eldgoss. Kaflaskipt næstu daga Framvindan á Reykjanesskaga er sögð verða kaflaskipt næstu daga og aftur gætu mælst skyndilegir púlsar með þéttum smáskjálftum líkt og þeim sem mældist í gær. Kaflaskipt virkni af þessu tagi hafi sést í Kröfueldum frá 1975 til 1984 þar sem kvika komst á hreyfingu og framkallaði púlsa með tíðum smáskjálftum. Þar einkenndist virknin af talsverðri skjálftavirkni og kvikuhreyfingum samfara púlsum með smáskjálftavirkni. Í sumum tilfellum hafi orðið gos en í öðrum ekki. „Það er mat vísindaráðs að nauðsynlegt sé að taka óróapúlsa, sambærilegum þeim sem varð í gær, alvarlega og reikna með þeim möguleika að gos kunni að vera yfirvofandi þegar þeir mælast,“ segir í tilkynningu almannavarna. Vísindaráðið ætlar að funda aftur á morgun til að ræða nýjustu gögn og mælingar. Í því sitja fulltrúar Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands, Umhverfisstofnunar, Isavia-ANS, HS-Orku og ÍSOR. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gervitunglamyndir sýna ekki miklar breytingar Ný gervitunglamynd barst fulltrúum Vísindaráðs almannavarna rétt fyrir fund þeirra nú síðdegis. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur, segir myndina leiða í ljós að ekki séu miklar breytingar frá fyrri myndum. 4. mars 2021 17:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Farið var yfir nýjustu mælingar og gögn sem hafa borist síðasta sólarhringinn á fundi vísindaráðs almannavarna þar sem jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga var rædd í dag. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að mælar sýni að virknin sé enn mikil á svæðinu þó að dregið hafi úr henni eftir að svonefndur óróapúls mældist um miðjan dag í gær. Virknin hefur færst örlítið í suðvestur en meginvirknin er þó enn á sömu slóðum og að undanförnu. Nýjar InSAR-gervihnattarmyndir sem bárust í dag og spanna tímabilið frá 25. febrúar til 3. mars sýna ennþá merki um að kvikugangur sé að myndast á milli Fagradalsfjalls og Keilis. GPS-mælingar eru sagðar styðja það en þær sýna stöðuga hreyfingu sem virðist þó hafa hægt á sér miðað við síðustu daga. Saman sýna gögnin að ekki hafi orðið veruleg aukning í kvikuhreyfingum samfara jarðskjálftavirkninni í gær. Sérfræðingar ætla að túlka frekar gögn um aflögun jarðskorpunnar til að átta sig á hversu miklar breytingar hafa átt sér stað og hvað þær þýða um framvindu mála. „Niðurstaða vísindaráðs er sú að nýjustu mælingar og gögn sýni að þau merki sem komu fram í gær um að veruleg hætta væri á [að] gos gæti hafist á næstu klukkustundum hafi dofnað mjög,“ segir í tilkynningu almannavarna. Atburðarásin nú hafi ekki áhrif á þær sviðsmyndir sem unnið hefur verið eftir. Gera þurfi ráð fyrir möguleikanum á gosi ásamt líklegustu staðsetningu þess og mögulegu umfangi eldgoss. Kaflaskipt næstu daga Framvindan á Reykjanesskaga er sögð verða kaflaskipt næstu daga og aftur gætu mælst skyndilegir púlsar með þéttum smáskjálftum líkt og þeim sem mældist í gær. Kaflaskipt virkni af þessu tagi hafi sést í Kröfueldum frá 1975 til 1984 þar sem kvika komst á hreyfingu og framkallaði púlsa með tíðum smáskjálftum. Þar einkenndist virknin af talsverðri skjálftavirkni og kvikuhreyfingum samfara púlsum með smáskjálftavirkni. Í sumum tilfellum hafi orðið gos en í öðrum ekki. „Það er mat vísindaráðs að nauðsynlegt sé að taka óróapúlsa, sambærilegum þeim sem varð í gær, alvarlega og reikna með þeim möguleika að gos kunni að vera yfirvofandi þegar þeir mælast,“ segir í tilkynningu almannavarna. Vísindaráðið ætlar að funda aftur á morgun til að ræða nýjustu gögn og mælingar. Í því sitja fulltrúar Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands, Umhverfisstofnunar, Isavia-ANS, HS-Orku og ÍSOR. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gervitunglamyndir sýna ekki miklar breytingar Ný gervitunglamynd barst fulltrúum Vísindaráðs almannavarna rétt fyrir fund þeirra nú síðdegis. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur, segir myndina leiða í ljós að ekki séu miklar breytingar frá fyrri myndum. 4. mars 2021 17:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Gervitunglamyndir sýna ekki miklar breytingar Ný gervitunglamynd barst fulltrúum Vísindaráðs almannavarna rétt fyrir fund þeirra nú síðdegis. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur, segir myndina leiða í ljós að ekki séu miklar breytingar frá fyrri myndum. 4. mars 2021 17:30