Innlent

Svona var upplýsingafundurinn vegna gosóróans

Tinni Sveinsson skrifar
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands og Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur og forseti jarðvísindadeildar HÍ.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands og Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur og forseti jarðvísindadeildar HÍ. Almannavarnir

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Veðurstofa Íslands boða til blaðamannafundar klukkan 16 vegna mögulegs goss á Reykjanesi.

Fundurinn verður haldinn í Katrínartúni. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra, fara þar yfir nýjustu vendingar í jarðhræringum á Reykjanesi og svara spurningum fjölmiðla.

Óróapúls hófst klukkan 14:20 suður af Keili við Litla-Hrút og mælist á flestum jarðskjálftamælum. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa. Þetta kom fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Fundurinn verður túlkaður á pólsku auk táknmálstúlkunar. Hann verður í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir.

Nýjustu upplýsingar um málið má nálgast í eldgosavaktinni hér á Vísi.

Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku frá honum má sjá að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×