Stöðug skjálftavirkni og óróamerki áfram Kristín Ólafsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 3. mars 2021 14:52 Skjálftahrinan á Reykjanesi hefur varað í rúma viku. Nú bendir ýmislegt til þess að eldgos sé í þann mund að hefjast. Vísir/Vilhelm Óróapúls, sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili, hófst klukkan 14:20 suður af Keili við Litla-Hrút og mælist á flestum jarðskjálftamælum. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í samtali við Vísi að þetta bendi sterklega til þess að kvika sé á hreyfingu. Hvort hún sé hins vegar á leið upp í yfirborð eða stöðvist á leiðinni sé erfitt að segja til um á þessari stundu. Upp úr miðnætti var staðan enn að mestu óbreytt frá því síðasta tilkynning barst frá Veðurstofunni klukkan hálf níu. Merki um óróa eru enn greinanleg á jarðskjálftastöðvum á Reykjanesskaga suður af Keili þótt heldur hafi dregið úr frá því síðdegis. Áfram er mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu. Um sautján hundruð jarðskjálftar hafa mælst síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn var að stærðinni 4,1 upp úr klukkan tvö síðustu nótt en klukkan 20:17 í kvöld mældist einnig skjálfti að stærðinni 3,8. „Það eru ekki miklar breytingar síðan áðan. Það er bara stöðug skjálftavirkni og óróavirkni áfram þarna og flestir skjálftar eru svona upp í kannski 3,2 til 3,7 að stærð,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „En engar tilkynningar um neitt annað sem er í gangi,“ sagði Bjarki í samtali við Vísi upp úr miðnætti í kvöld. Vísir/Hjalti „Þetta getur þróast á hvorn veginn sem er, gæti stoppað áður en það kemur til yfirborðs en gæti líka náð til yfirborðs. Og ef það nær því vitum við hvað gerist,“ segir Þorvaldur. Þá verði eldgos. Nú þurfi að bíða og sjá hvernig málin þróast. Það ætti að skýrast á næstu klukkustundum. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að óróapúlsinn stæði enn yfir en að aðeins hefði dregið úr krafti hans. Enn væri öflug skjálftahrina í gangi. Ómögulegt væri að segja til um hversu stórt mögulegt eldgos gæti orðið. Flaug yfir óróasvæðið í þyrlu Kristján Már Unnarsson og Arnar Halldórsson, fulltrúar fréttastofu, flugu yfir óróasvæðið í þyrlu síðdegis. Að neðan má sjá upptöku af flugi þeirra félaga. Nýjustu upplýsingar má nálgast í eldgosavaktinni hér fyrir neðan.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í samtali við Vísi að þetta bendi sterklega til þess að kvika sé á hreyfingu. Hvort hún sé hins vegar á leið upp í yfirborð eða stöðvist á leiðinni sé erfitt að segja til um á þessari stundu. Upp úr miðnætti var staðan enn að mestu óbreytt frá því síðasta tilkynning barst frá Veðurstofunni klukkan hálf níu. Merki um óróa eru enn greinanleg á jarðskjálftastöðvum á Reykjanesskaga suður af Keili þótt heldur hafi dregið úr frá því síðdegis. Áfram er mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu. Um sautján hundruð jarðskjálftar hafa mælst síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn var að stærðinni 4,1 upp úr klukkan tvö síðustu nótt en klukkan 20:17 í kvöld mældist einnig skjálfti að stærðinni 3,8. „Það eru ekki miklar breytingar síðan áðan. Það er bara stöðug skjálftavirkni og óróavirkni áfram þarna og flestir skjálftar eru svona upp í kannski 3,2 til 3,7 að stærð,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „En engar tilkynningar um neitt annað sem er í gangi,“ sagði Bjarki í samtali við Vísi upp úr miðnætti í kvöld. Vísir/Hjalti „Þetta getur þróast á hvorn veginn sem er, gæti stoppað áður en það kemur til yfirborðs en gæti líka náð til yfirborðs. Og ef það nær því vitum við hvað gerist,“ segir Þorvaldur. Þá verði eldgos. Nú þurfi að bíða og sjá hvernig málin þróast. Það ætti að skýrast á næstu klukkustundum. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að óróapúlsinn stæði enn yfir en að aðeins hefði dregið úr krafti hans. Enn væri öflug skjálftahrina í gangi. Ómögulegt væri að segja til um hversu stórt mögulegt eldgos gæti orðið. Flaug yfir óróasvæðið í þyrlu Kristján Már Unnarsson og Arnar Halldórsson, fulltrúar fréttastofu, flugu yfir óróasvæðið í þyrlu síðdegis. Að neðan má sjá upptöku af flugi þeirra félaga. Nýjustu upplýsingar má nálgast í eldgosavaktinni hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira