Innlent

Þyrla Gæslunnar aðstoðar við leit að manni sunnan við Keili

Kjartan Kjartansson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Keilir á Reykjanesi.
Keilir á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir af Suðurnesjum studdar þyrlu Landshelgisgæslunnar leita nú karlmanns sem varð viðskila við konu sem var með honum á ferð sunnan við Keili í dag. Konan fannst eftir leit en björgunarsveitir telja sig vita staðsetningu mannsins.

Uppfært: Maðurinn sem leitað var að fannst á sjöunda tímanum í kvöld.

Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurness, segir að fólkið hafi villst en það hafi ekki verið talið í sérstakri hættu. Leitarmenn höfðu upplýsingar um staðsetningu fólksins en erfitt hefur verið að nálgast það í hrauninu.

Fréttastofa hefur fengið það staðfest að leitarfólk hefur náð símasambandi við manninn sem leitað er að.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að lögregla hafi á sjötta tímanum óskað eftir aðstoð þyrlusveitar Gæslunnar og að óttast væri að fólkið gæti verið orðið kalt og blautt.

Mbl greinir þá frá því að um sé að ræða tvo starfsmenn Veðurstofunnar. Þeir hafi verið á svæðinu vegna gasrannsókna í tengslum við skjálftavirkni síðustu daga.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:48.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.