Innlent

Íslendingurinn laus úr haldi en sætir farbanni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sautján dagar eru liðnir frá morðinu í Rauðagerði.
Sautján dagar eru liðnir frá morðinu í Rauðagerði. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á fimmtugsaldri sem verið hefur í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn hefur verið látinn laus úr haldi. Hann sætir þó fjögurra vikna farbanni og má því ekki fara úr landi á þeim tíma.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í tilkynningu að farbannið gildi til þriðjudagsins 30. mars. Krafan sé gerð á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 

Fimm karlmenn, allir af erlendu bergi brotnir, eru enn í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarinnar og fjórir hafa verið úrskurðaðir í farbann. Lögregla segir ekki hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Óvíst með frekara gæsluvarðhald yfir Íslendingnum

Karlmaður á fertugsaldri frá Litháen, sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morðið í Rauðagerði þann 13. febrúar, hefur verið látinn laus úr haldi lögreglu. Hann sætir nú farbanni að sögn Margeirs Sveinsson yfirlögregluþjóns sem fer fyrir rannsókn málsins.

Málið umfangsmikið og rannsókn rétt að hefjast

Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn á morðinu í Rauðagerði gríðarlega umfangsmikla og langt í land að hún klárist. Karlmaður á fimmtugsaldri var í morgun úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í tengslum við málið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.