Innlent

„Það þarf ekki að taka það fram en ég tók bara hand­far­angur“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Guðmundur Felix léttur á brún ásamt hjúkrunafræðingum á Édouard Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon.
Guðmundur Felix léttur á brún ásamt hjúkrunafræðingum á Édouard Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon. Facebook/Guðmundur Felix

Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk grædda á sig handleggi í Frakklandi í janúar, er nú farinn af Édouard Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon þar sem hann hefur dvalið síðastliðnar sjö vikur. Hann er farinn í endurhæfingu á öðru sjúkrahúsi.

Frá þessu greinir Guðmundur Felix í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir reglulega uppfærslur af stöðunni. Í færslunni þakkar hann starfsfólki spítalans fyrir vel unnin störf og segist munu sakna þess.

„Það þarf ekki að taka það fram en ég tók bara handfarangur,“ skrifar Guðmundur Felix. Á myndum sem fylgdu með færslunni má sjá Guðmund Felix glaðan í bragði með hluta starfsmannahóps spítalans.

„Því miður fékk ég bara mynd með hluta hópsins. Á hópmyndinni eru sjúkraþjálfar, en á þeirri seinni eru hjúkrunarfræðingar. Takk fyrir að gera þetta ferðalag auðveldara,“ skrifar Guðmundur Felix.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.