Kvíði og hræðsla eðlileg viðbrögð við jarðhræringum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2021 20:20 Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga að undanförnu og hafa skjálftar fundist víða á suðvesturhorninu. Vísir/Vilhelm Sálfræðingur segir kvíða og hræðslu vegna jarðhræringa vera ósköp eðlileg viðbrögð við jarðhræringum eins og þeim sem hafa verið á Reykjanesskaga upp á síðkastið, og fundist víðar um land. Sálfræðingur segir kvíða og hræðslu vegna jarðhræringa vera ósköp eðlileg viðbrögð við jarðhræringum eins og þeim sem hafa verið á Reykjanesskaga upp á síðkastið, og fundist víðar um land. „Við erum óvön því að jörðin sé að skekjast svona, þannig að það er eðlilegt að við finnum fyrir þessari óttatilfinningu,“ segir Anna Sigríður Jökulsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni. Hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Anna Sigríður segir að óttatilfinning vegna skjálftanna geti stafað af því að kvíðaviðbragð sé að kvikna hjá fólki, enda sé það óvant jarðhræringum sem þessum. „Það er í raun vírað í okkur að það kviknar þegar eitthvað óvanalegt er að gerast, eða það er líklegt að eitthvað sem hefur áhrif á velferð okkar gæti verið að gerast. Hins vegar þá er kvíðaviðbragðið sjálft ekkert hættulegt, það er bara óþægilegt,“ segir Anna Sigríður. Anna Sigríður segir þá það að bregðast við eins og meiri hætta sé á ferðum en raunverulega er geti valdið aukinni óþæginda- eða kvíðatilfinningu. „Því þá fer óttaviðbragðið okkar kannski að virkjast í tíma og ótíma því heilinn heldur þá í raun og veru að það sé svona mikil hætta á ferðum,“ segir Anna Sigríður. Mikilvægt að taka á kvíða barnanna Anna Sigríður telur þá mikilvægt fyrir kvíða barna vegna jarðhræringa að fullorðið fólk bregðist við í samræmi við hvað er að gerast. „Þegar það eru skjálftar sem hrista hér aðeins og það er ekki ástæða til að bregðast neitt meira við heldur en að bíða það af sér, þá er mikilvægt að segja þeim það.“ Hún segist þá telja gott að spyrja börnin hvað þau séu raunverulega hrædd um að gerist, þar sem ótti barna snúi stundum að einhverju sem getur ekki eða mun ekki gerast. Gott sé að gera börnum grein fyrir því að þau séu jafn örugg í skólanum og heima. „Það er brugðist við eins og þarf að gera, hvort sem þau eru þar eða heima hjá sér. Þau halda kannski að jörðin sé að gera eitthvað sem hún er ekki að gera. Það er mikilvægt að vita hvað það er sem þau eru hrædd um,“ segir Anna Sigríður. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Geðheilbrigði Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira
Sálfræðingur segir kvíða og hræðslu vegna jarðhræringa vera ósköp eðlileg viðbrögð við jarðhræringum eins og þeim sem hafa verið á Reykjanesskaga upp á síðkastið, og fundist víðar um land. „Við erum óvön því að jörðin sé að skekjast svona, þannig að það er eðlilegt að við finnum fyrir þessari óttatilfinningu,“ segir Anna Sigríður Jökulsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni. Hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Anna Sigríður segir að óttatilfinning vegna skjálftanna geti stafað af því að kvíðaviðbragð sé að kvikna hjá fólki, enda sé það óvant jarðhræringum sem þessum. „Það er í raun vírað í okkur að það kviknar þegar eitthvað óvanalegt er að gerast, eða það er líklegt að eitthvað sem hefur áhrif á velferð okkar gæti verið að gerast. Hins vegar þá er kvíðaviðbragðið sjálft ekkert hættulegt, það er bara óþægilegt,“ segir Anna Sigríður. Anna Sigríður segir þá það að bregðast við eins og meiri hætta sé á ferðum en raunverulega er geti valdið aukinni óþæginda- eða kvíðatilfinningu. „Því þá fer óttaviðbragðið okkar kannski að virkjast í tíma og ótíma því heilinn heldur þá í raun og veru að það sé svona mikil hætta á ferðum,“ segir Anna Sigríður. Mikilvægt að taka á kvíða barnanna Anna Sigríður telur þá mikilvægt fyrir kvíða barna vegna jarðhræringa að fullorðið fólk bregðist við í samræmi við hvað er að gerast. „Þegar það eru skjálftar sem hrista hér aðeins og það er ekki ástæða til að bregðast neitt meira við heldur en að bíða það af sér, þá er mikilvægt að segja þeim það.“ Hún segist þá telja gott að spyrja börnin hvað þau séu raunverulega hrædd um að gerist, þar sem ótti barna snúi stundum að einhverju sem getur ekki eða mun ekki gerast. Gott sé að gera börnum grein fyrir því að þau séu jafn örugg í skólanum og heima. „Það er brugðist við eins og þarf að gera, hvort sem þau eru þar eða heima hjá sér. Þau halda kannski að jörðin sé að gera eitthvað sem hún er ekki að gera. Það er mikilvægt að vita hvað það er sem þau eru hrædd um,“ segir Anna Sigríður.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Geðheilbrigði Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira