Líklegasta skýring á jarðskjálftunum að kvikuinnskot sé að myndast Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2021 18:08 Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Veðurstofa Íslands Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Ráðið skoðaði gervihnattamyndir sem bárust í dag og sýnir úrvinnsla úr þeim myndum meiri færslu en áður hefur orðið vart við. Fram kemur í tilkynningu frá vísindaráði að kvikuinnskotið sé að öllum líkindum undir Fagradalsfjalli. Ráðið telur líklegustu sviðsmyndir yfir þróun mála næstu daga vera fjórar. Að dragi úr skjálftavirkni næstu daga og vikur; að hrinan muni færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð í nágrenni við Fagradalsfjall; að Skjálfti af stærð allt að 6,5 verði sem eigi sér upptök í Brennisteinsfjöllum; eða að kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall. Kvikuinnskotið geti annað hvort minnkað og kvika storknað eða það leiði til flæðigoss með hraunflæði sem muni líklega ekki ógna byggð. „Núverandi virkni á Reykjanesskaga er kaflaskipt og er erfitt að spá fyrir um nákvæma framvindu. Von er á nýjum gögnum síðar í vikunni sem geta varpað skýrara ljósi á ástæður þessarar hrinu,“ segir í pósti frá vísindaráði. Vísindaráð mun funda aftur á morgun til að leggja frekara mat á þau gögn sem liggja fyrir. Frá því á miðnætti í dag hafa orðið um 1800 skjálftar og hafa þeir að mestu verið bundnir við svæði suðvestur af Keili og Trölladyngju. Af þessum 1800 voru 23 skjálftar stærri en 3 að stærð og um þrír skjálftar stærri en 4 að stærð. Sá stærsti frá miðnætti mældist á fimmta tímanum í dag að stærð 5,1 og átti hann upptök um 1 kílómetra austsuðaustur af Keili. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti upp á 5,1 á suðvesturhorninu Kraftmikill jarðskjálfti 5,1 að stærð fannst vel á suðvesturhorninu um klukkan 16:35 í dag. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Hvolsvelli. 1. mars 2021 16:37 Rýmingaráætlun ekki tilbúin en flóttaleiðir þó margar og greiðar Bæjarstjóri í Vogum hefði gjarnan viljað að rýmingaráætlun fyrir Suðurnes væri tilbúin, nú þegar jarðskjálftar skekja svæðið. Sem betur fer séu þó greiðar flóttaleiðir frá Vogum til margra átta, komi til eldgoss. Þá séu jarðskjálftarnir alltaf jafnóþægilegir þegar þeir ríða yfir. 1. mars 2021 15:28 Telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur Jarðskjálftafræðingur telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur til að geta yfirgefið heimili sín í flýti. Borið hefur á umræðu um slíkt á samfélagsmiðlum meðal íbúa á suðvesturhorninu, þar sem mikil jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á miðvikudag. 1. mars 2021 14:29 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá vísindaráði að kvikuinnskotið sé að öllum líkindum undir Fagradalsfjalli. Ráðið telur líklegustu sviðsmyndir yfir þróun mála næstu daga vera fjórar. Að dragi úr skjálftavirkni næstu daga og vikur; að hrinan muni færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð í nágrenni við Fagradalsfjall; að Skjálfti af stærð allt að 6,5 verði sem eigi sér upptök í Brennisteinsfjöllum; eða að kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall. Kvikuinnskotið geti annað hvort minnkað og kvika storknað eða það leiði til flæðigoss með hraunflæði sem muni líklega ekki ógna byggð. „Núverandi virkni á Reykjanesskaga er kaflaskipt og er erfitt að spá fyrir um nákvæma framvindu. Von er á nýjum gögnum síðar í vikunni sem geta varpað skýrara ljósi á ástæður þessarar hrinu,“ segir í pósti frá vísindaráði. Vísindaráð mun funda aftur á morgun til að leggja frekara mat á þau gögn sem liggja fyrir. Frá því á miðnætti í dag hafa orðið um 1800 skjálftar og hafa þeir að mestu verið bundnir við svæði suðvestur af Keili og Trölladyngju. Af þessum 1800 voru 23 skjálftar stærri en 3 að stærð og um þrír skjálftar stærri en 4 að stærð. Sá stærsti frá miðnætti mældist á fimmta tímanum í dag að stærð 5,1 og átti hann upptök um 1 kílómetra austsuðaustur af Keili.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti upp á 5,1 á suðvesturhorninu Kraftmikill jarðskjálfti 5,1 að stærð fannst vel á suðvesturhorninu um klukkan 16:35 í dag. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Hvolsvelli. 1. mars 2021 16:37 Rýmingaráætlun ekki tilbúin en flóttaleiðir þó margar og greiðar Bæjarstjóri í Vogum hefði gjarnan viljað að rýmingaráætlun fyrir Suðurnes væri tilbúin, nú þegar jarðskjálftar skekja svæðið. Sem betur fer séu þó greiðar flóttaleiðir frá Vogum til margra átta, komi til eldgoss. Þá séu jarðskjálftarnir alltaf jafnóþægilegir þegar þeir ríða yfir. 1. mars 2021 15:28 Telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur Jarðskjálftafræðingur telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur til að geta yfirgefið heimili sín í flýti. Borið hefur á umræðu um slíkt á samfélagsmiðlum meðal íbúa á suðvesturhorninu, þar sem mikil jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á miðvikudag. 1. mars 2021 14:29 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira
Skjálfti upp á 5,1 á suðvesturhorninu Kraftmikill jarðskjálfti 5,1 að stærð fannst vel á suðvesturhorninu um klukkan 16:35 í dag. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Hvolsvelli. 1. mars 2021 16:37
Rýmingaráætlun ekki tilbúin en flóttaleiðir þó margar og greiðar Bæjarstjóri í Vogum hefði gjarnan viljað að rýmingaráætlun fyrir Suðurnes væri tilbúin, nú þegar jarðskjálftar skekja svæðið. Sem betur fer séu þó greiðar flóttaleiðir frá Vogum til margra átta, komi til eldgoss. Þá séu jarðskjálftarnir alltaf jafnóþægilegir þegar þeir ríða yfir. 1. mars 2021 15:28
Telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur Jarðskjálftafræðingur telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur til að geta yfirgefið heimili sín í flýti. Borið hefur á umræðu um slíkt á samfélagsmiðlum meðal íbúa á suðvesturhorninu, þar sem mikil jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á miðvikudag. 1. mars 2021 14:29