Telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur Kristín Ólafsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 1. mars 2021 14:29 Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Jarðskjálftafræðingur telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur til að geta yfirgefið heimili sín í flýti. Borið hefur á umræðu um slíkt á samfélagsmiðlum meðal íbúa á suðvesturhorninu, þar sem mikil jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á miðvikudag. Twitter-notendur, sem margir eru uggandi vegna jarðskjálftanna, hafa síðustu daga velt því upp hvort þörf sé á því að pakka í „neyðartöskur“ og vera þannig viðbúnir því að flýja heimili sín. Notendunum er vissulega mismikil alvara með vangaveltum sínum en nokkur dæmi um slíkt má sjá hér fyrir neðan. Er galin hugmynd að pakka í tösku semi survival kit? Bara auka föt, hleðslubanki, smá snarl og eitthvað in case að man þyrfti að flýja með bumbuna og 3 ára krakka út í bíl?— H(alld)óra. (@halldorabirta) February 27, 2021 119 skjálftar yfir 3 síðust 48 tíma. Er mögulega síðasti aðilinn til að pakka í neyðartösku en ég fer að klára það verk.— Skúli Arnlaugsson (@Arnlaugsson) February 28, 2021 Ertu bui/ð/n/nn að pakka í neyðartösku?— Mattý ✨🪐 (@nei_takk) February 28, 2021 Um kl. 5 í morgun hrökk ég upp við þyrlurnar að hamast fyrir ofan Þingholtin. Kl. 08:08 leið mér eins og rúmið mitt vaggaði úti á sjó, í fyrsta stóra skjálfta dagsins. Þá hvarflaði að mér hvort nú væri kannski ráð að pakka í viðbragðsbakpoka bara svona ef það yrði skyndirýming 😅— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) February 27, 2021 Þá sagði Jakob Jónsson, hafnsögumaður sem búsettur er í Vogum á Vatnsleysuströnd, frá því í samtali við Ríkisútvarpið í gær að hann og fjölskylda hans væru viðbúin því að allt fari á versta veg. Þau væru klár með „flóttatösku“. „[…] ef upp kæmi sú staða að við þyrftum að bruna af stað með skömmum, eða engum fyrirvara,“ sagði Jakob við Ríkisútvarpið. Engin merki um landris, gosóróa eða kvikugas Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur var innt eftir því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvort raunveruleg þörf væri á því að fólk pakkaði í töskur og undirbyggi sig undir að yfirgefa heimili sín í flýti. „Ég tel ekki svo vera,“ sagði Kristín. Engin merki eða vísbendingar væru um að eldgos sé yfirvofandi. „Það eru engin merki um landris, sjáum engan gosóróa. Við mælum ekki kvikugas sem væri til marks um kviku,“ sagði Kristín. „Og svo auðvitað, svona sambærilegar hrinur hafa mælst áður og á síðustu öld eru þetta margar hrinur sem hafa mælst. Og það er bara orðið mjög langt síðan síðast. En þessum hrinum hefur ekki fylgt gosvirkni. Þannig að við erum ekki að sjá nein merki sem benda til þess.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur skjálfti á Reykjanesi Snarpur skjálfti fannst vel á suðvesturhorninu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, um klukkan 13:50 í dag. Skrifstofur fréttastofu á Suðurlandsbraut í Reykjavík hristust vel en skjálftinn varði þó nokkuð skemur en stóru skjálftarnir sem urðu í nótt og á laugardagsmorgun. 1. mars 2021 13:53 Svona hljómaði stóri skjálftinn í nótt Stór jarðskjálfti sem reið yfir klukkan hálf tvö í nótt og mældist 4,9 að stærð varði í ríflega tuttugu sekúndur, ef marka má hljóðupptöku úr Hlíðunum í Reykjavík. Upptökuna má finna neðst í fréttinni. 1. mars 2021 12:49 1.500 skjálftar í dag Tæplega 1.500 jarðskjálftar höfðu greinst á mælum Veðurstofu Íslands frá miðnætti til hádegis í dag. Sá stærsti var 4,9 að stærð, klukkan hálf tvö í nótt. 1. mars 2021 13:18 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Twitter-notendur, sem margir eru uggandi vegna jarðskjálftanna, hafa síðustu daga velt því upp hvort þörf sé á því að pakka í „neyðartöskur“ og vera þannig viðbúnir því að flýja heimili sín. Notendunum er vissulega mismikil alvara með vangaveltum sínum en nokkur dæmi um slíkt má sjá hér fyrir neðan. Er galin hugmynd að pakka í tösku semi survival kit? Bara auka föt, hleðslubanki, smá snarl og eitthvað in case að man þyrfti að flýja með bumbuna og 3 ára krakka út í bíl?— H(alld)óra. (@halldorabirta) February 27, 2021 119 skjálftar yfir 3 síðust 48 tíma. Er mögulega síðasti aðilinn til að pakka í neyðartösku en ég fer að klára það verk.— Skúli Arnlaugsson (@Arnlaugsson) February 28, 2021 Ertu bui/ð/n/nn að pakka í neyðartösku?— Mattý ✨🪐 (@nei_takk) February 28, 2021 Um kl. 5 í morgun hrökk ég upp við þyrlurnar að hamast fyrir ofan Þingholtin. Kl. 08:08 leið mér eins og rúmið mitt vaggaði úti á sjó, í fyrsta stóra skjálfta dagsins. Þá hvarflaði að mér hvort nú væri kannski ráð að pakka í viðbragðsbakpoka bara svona ef það yrði skyndirýming 😅— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) February 27, 2021 Þá sagði Jakob Jónsson, hafnsögumaður sem búsettur er í Vogum á Vatnsleysuströnd, frá því í samtali við Ríkisútvarpið í gær að hann og fjölskylda hans væru viðbúin því að allt fari á versta veg. Þau væru klár með „flóttatösku“. „[…] ef upp kæmi sú staða að við þyrftum að bruna af stað með skömmum, eða engum fyrirvara,“ sagði Jakob við Ríkisútvarpið. Engin merki um landris, gosóróa eða kvikugas Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur var innt eftir því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvort raunveruleg þörf væri á því að fólk pakkaði í töskur og undirbyggi sig undir að yfirgefa heimili sín í flýti. „Ég tel ekki svo vera,“ sagði Kristín. Engin merki eða vísbendingar væru um að eldgos sé yfirvofandi. „Það eru engin merki um landris, sjáum engan gosóróa. Við mælum ekki kvikugas sem væri til marks um kviku,“ sagði Kristín. „Og svo auðvitað, svona sambærilegar hrinur hafa mælst áður og á síðustu öld eru þetta margar hrinur sem hafa mælst. Og það er bara orðið mjög langt síðan síðast. En þessum hrinum hefur ekki fylgt gosvirkni. Þannig að við erum ekki að sjá nein merki sem benda til þess.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur skjálfti á Reykjanesi Snarpur skjálfti fannst vel á suðvesturhorninu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, um klukkan 13:50 í dag. Skrifstofur fréttastofu á Suðurlandsbraut í Reykjavík hristust vel en skjálftinn varði þó nokkuð skemur en stóru skjálftarnir sem urðu í nótt og á laugardagsmorgun. 1. mars 2021 13:53 Svona hljómaði stóri skjálftinn í nótt Stór jarðskjálfti sem reið yfir klukkan hálf tvö í nótt og mældist 4,9 að stærð varði í ríflega tuttugu sekúndur, ef marka má hljóðupptöku úr Hlíðunum í Reykjavík. Upptökuna má finna neðst í fréttinni. 1. mars 2021 12:49 1.500 skjálftar í dag Tæplega 1.500 jarðskjálftar höfðu greinst á mælum Veðurstofu Íslands frá miðnætti til hádegis í dag. Sá stærsti var 4,9 að stærð, klukkan hálf tvö í nótt. 1. mars 2021 13:18 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Snarpur skjálfti á Reykjanesi Snarpur skjálfti fannst vel á suðvesturhorninu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, um klukkan 13:50 í dag. Skrifstofur fréttastofu á Suðurlandsbraut í Reykjavík hristust vel en skjálftinn varði þó nokkuð skemur en stóru skjálftarnir sem urðu í nótt og á laugardagsmorgun. 1. mars 2021 13:53
Svona hljómaði stóri skjálftinn í nótt Stór jarðskjálfti sem reið yfir klukkan hálf tvö í nótt og mældist 4,9 að stærð varði í ríflega tuttugu sekúndur, ef marka má hljóðupptöku úr Hlíðunum í Reykjavík. Upptökuna má finna neðst í fréttinni. 1. mars 2021 12:49
1.500 skjálftar í dag Tæplega 1.500 jarðskjálftar höfðu greinst á mælum Veðurstofu Íslands frá miðnætti til hádegis í dag. Sá stærsti var 4,9 að stærð, klukkan hálf tvö í nótt. 1. mars 2021 13:18