„Við börðumst um og reyndum að koma okkur á framfæri með allskonar leiðum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2021 11:31 Baldvin Z er einn færasti leikstjóri landsins. Baldvin Z hefur gert Óróa, Vonarstræti, Lof mér að falla, Rétt 3 og margt fleira en Sindri Sindrason hitti Baldvin í Íslandi í dag á dögunum og fór yfir feril hans. Baldvins er að fara af stað í framleiðsluferli á þáttunum Svörtu sanda sem verða á Stöð 2. „Þetta er krimmasería þar sem lík finnst á sekúndu þrettán. Það fyndna og skemmtilega við þetta er að ég er enginn aðdáandi af þannig seríum,“ segir Baldvin. „Núna er ég að fara gera krimmaseríu eins og ég myndi vilja horfa á. Ég ber því ábyrgð á þessu og ef þetta klikkar þá er það smekkurinn minn sem er svona lélegur.“ Hann segir að þættirnir séu um líf þriggja persóna í lítilli fjölskyldu og það sem gerist í kringum þær eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar finnst látinn. Hann segir að þættirnir séu einhvers konar blanda af Twin Peaks og Seven. Varð að vera sönn Baldvin hefur verið ótrúlega farsæll leikstjóri undanfarin ár hér á landi. „Þetta byrjaði þegar ég flyt aftur til Íslands frá Danmörku árið 2008. Ég slysast inn í þetta Óróa verkefni sem er mín fyrsta bíómynd. Mér leist ekkert á það að gera unglingamynd en ef við ætluðum að gera unglingamynd þá yrði hún að vera sönn.“ Því næst var komið að risamyndinni Vonarstræti. „Þá fóru lukkuhjólin að snúast mér í vil og þetta var rosalega mikið hark fram að því. Inn á milli framleiði ég seríur sjálfur sem hétu Hæ Gosi og við börðumst um og reyndum að koma okkur á framfæri með allskonar leiðum. En eftir Vonarstræti fékk ég loksins fyrsta símtalið þar sem ég var beðinn um að koma og leikstýra mynd,“ segir Baldvin. Eftir að hann gerði síðan kvikmyndina Lof mér að falla ákvað hann, ásamt fleirum, að stofna sitt eigið framleiðslufyrirtæki sem heitir Glassriver. Fyrirtækið framleiddi fimm þáttaraðir á síðasta ári. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
Baldvins er að fara af stað í framleiðsluferli á þáttunum Svörtu sanda sem verða á Stöð 2. „Þetta er krimmasería þar sem lík finnst á sekúndu þrettán. Það fyndna og skemmtilega við þetta er að ég er enginn aðdáandi af þannig seríum,“ segir Baldvin. „Núna er ég að fara gera krimmaseríu eins og ég myndi vilja horfa á. Ég ber því ábyrgð á þessu og ef þetta klikkar þá er það smekkurinn minn sem er svona lélegur.“ Hann segir að þættirnir séu um líf þriggja persóna í lítilli fjölskyldu og það sem gerist í kringum þær eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar finnst látinn. Hann segir að þættirnir séu einhvers konar blanda af Twin Peaks og Seven. Varð að vera sönn Baldvin hefur verið ótrúlega farsæll leikstjóri undanfarin ár hér á landi. „Þetta byrjaði þegar ég flyt aftur til Íslands frá Danmörku árið 2008. Ég slysast inn í þetta Óróa verkefni sem er mín fyrsta bíómynd. Mér leist ekkert á það að gera unglingamynd en ef við ætluðum að gera unglingamynd þá yrði hún að vera sönn.“ Því næst var komið að risamyndinni Vonarstræti. „Þá fóru lukkuhjólin að snúast mér í vil og þetta var rosalega mikið hark fram að því. Inn á milli framleiði ég seríur sjálfur sem hétu Hæ Gosi og við börðumst um og reyndum að koma okkur á framfæri með allskonar leiðum. En eftir Vonarstræti fékk ég loksins fyrsta símtalið þar sem ég var beðinn um að koma og leikstýra mynd,“ segir Baldvin. Eftir að hann gerði síðan kvikmyndina Lof mér að falla ákvað hann, ásamt fleirum, að stofna sitt eigið framleiðslufyrirtæki sem heitir Glassriver. Fyrirtækið framleiddi fimm þáttaraðir á síðasta ári. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira