Innlent

Vætu­samt og hlýtt í dag en kólnar á morgun

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Búast má við úrkomu víða á landinu í dag.
Búast má við úrkomu víða á landinu í dag. Vísir/Vilhelm

Búast má við sunnan- og suðvestanátt, um tíu til átján metrum á sekúndu í dag. Vætusamt verður og fremur hlýtt, en úrkomulítið norðaustantil á landinu.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að á morgun kólni með hvassri suðvestanátt og éljagangi, en þurru og björtu veðri austanlands.

Á mánudag er svo spáð mun hægari suðvestanátt. Áfram verður léttskýjað á Austurlandi, en dálítil él vestantil. Hiti á bilinu núll til fimm stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofunni:

Á sunnudag:

Suðvestan 13-20 m/s, hvassast á Vestur- og síðar Norðurlandi. Víða él, en léttskýjað austanlands. Hiti um eða yfir frostmarki. Dregur úr vindi um kvöldið og úrkomuminna.

Á mánudag:

Suðvestan 8-13 og dálítil él, en bjartviðri um landið austanvert. Hiti 0 til 5 stig.

Á þriðjudag:

Breytileg og síðar norðaustlæg átt. Lítilsháttar rigning eða slydda sunnanlands og hiti 1 til 5 stig. Þurrt í öðrum landshlutum og frystir víða seinni partinn.

Á miðvikudag:

Suðaustan kaldi og dálítil rigning eða slydda á Suður- og Suðvesturlandi, hiti 0 til 5 stig. Hægari vindur og þurrt norðan- og austantil á landinu, frost 0 til 7 stig.

Á fimmtudag:

Suðlæg átt og bjart með köflum, en skýjað sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn, en í kringum frostmark á Norður- og Austurlandi.

Á föstudag:

Útlit fyrir svipað veður áfram.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×