Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Jörð nötrar enn á suðvesturhorninu þar sem stórir jarðskjálftar hafa mælst í dag. Þrjátíu skjálftar hafa mælst yfir þremur. Við ræðum málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar kl.18:30 við Kristínu Jónsdóttur hópsstjóra náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands og Fannar Jónasson bæjarstjóra Grindavíkur.

Við fjöllum einnig um að talsvert hefur borið á ofskömmtun í gistiskýlum borgarinnar sem rakið er til aukinnar notkunar fentanýlplástra.

Embætti landlæknis undirbýr úttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sérstöku tillit til þjónustu við aldraða og langveika í tengslum við líknar- og lífslokameðferð. Tilefnið er grunru um alvarleg mistök hjá stofnuninni sem talin eru hafa leitt til andláts sjúklings.

Svo fylgjumst við með því þegar slökkviliðsmenn og lögreglumenn fóru í skeggsnyrtingu í dag þegar átakinu og segjum frá því að óvenju mörg börn hafa fæðst á fæðingarvakt Landspítalans undanfarnar tvær vikur eða nærri í sautján börn á hverjum degi.

Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×