Ólafur Þór vill leiða lista VG í Kraganum Atli Ísleifsson skrifar 25. febrúar 2021 07:24 Ólafur hefur setið á þingi árið 2013 og svo frá 2017, en starfaði áður sem öldrunarlæknir og sat í bæjarstjórn Kópavogs frá 2006 til 2017. Vísir/Vilhelm Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, hefur gefið kost á sér til að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara í september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi Þór. Hann skipaði annað sæti á lista flokksins í kjördæminu í kosningunum 2017, en þá var Rósa Björk Brynjólfsdóttir efst á lista. Hún sagði skilið við þingflokk VG á kjörtímabilinu og gekk síðar til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar. Ólafur Þór var þingmaður árið 2013 og svo frá árinu 2017. Haft er eftir Ólafi að hann hafi starfað innan hreyfingarinnar og að framgangi hennar og vilji áfram vinna að þeim málum sem hann brenni fyrir. „Á þingi hef ég beitt mér sérstaklega fyrir málefnum eldra fólks og velferðarmálum almennt. Ég hef lagt fram fjölda þingmála í þá veru, m.a. um réttindi eldra fólks, þjónustu við aldraða og stöðu þeirra í samfélaginu. Þá hef ég einnig lagt mikla áherslu á heilbrigðismál, uppbyggingu öflugs opinbers heilbrigðiskerfis og eflingu heilsugæslunnar. Ég hef víðtæka reynslu af heilbrigðis og velferðarmálum, eftir að hafa starfað á þeim vettvangi í um 30 ár. Þá hef ég einnig starfað sem bæjarfulltrúi í stóru sveitarfélagi og hef því skilning á þörfum sveitarfélaganna og íbúa þeirra, og mikilvægi góðrar þjónustu við íbúa. Umhverfismál og hvernig þau snerta þéttbýlið sérstaklega hafa einnig verið mér hugleikin, t.a.m. loftgæði í þéttbýli, Borgarlína, umferðarmál og skipulagsmál í þéttbýli yfirleitt. Verkefnin eru víða við frekari uppbyggingu velferðarsamfélagsins. Við þurfum að ljúka byggingu Landspítalans, halda áfram að efla heilsugæsluna og byggja upp öldrunarþjónustu í samvinnu við sveitarfélögin. Það er nauðsynlegt að stíga djörf skref í umhverfismálum og náttúruvernd. Loftslagsmál eru mál sem varða okkur öll og framtíð barnanna okkar og komandi kynslóða,“ er haft eftir Ólafi. Ólafur starfaði áður sem öldrunarlæknir og sat í bæjarstjórn Kópavogs frá 2006 til 2017. Þetta kjörtímabil hefur Ólafur verið varaformaður velferðarnefndar og einnig setið í efnahags- og viðskiptanefnd. Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi Þór. Hann skipaði annað sæti á lista flokksins í kjördæminu í kosningunum 2017, en þá var Rósa Björk Brynjólfsdóttir efst á lista. Hún sagði skilið við þingflokk VG á kjörtímabilinu og gekk síðar til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar. Ólafur Þór var þingmaður árið 2013 og svo frá árinu 2017. Haft er eftir Ólafi að hann hafi starfað innan hreyfingarinnar og að framgangi hennar og vilji áfram vinna að þeim málum sem hann brenni fyrir. „Á þingi hef ég beitt mér sérstaklega fyrir málefnum eldra fólks og velferðarmálum almennt. Ég hef lagt fram fjölda þingmála í þá veru, m.a. um réttindi eldra fólks, þjónustu við aldraða og stöðu þeirra í samfélaginu. Þá hef ég einnig lagt mikla áherslu á heilbrigðismál, uppbyggingu öflugs opinbers heilbrigðiskerfis og eflingu heilsugæslunnar. Ég hef víðtæka reynslu af heilbrigðis og velferðarmálum, eftir að hafa starfað á þeim vettvangi í um 30 ár. Þá hef ég einnig starfað sem bæjarfulltrúi í stóru sveitarfélagi og hef því skilning á þörfum sveitarfélaganna og íbúa þeirra, og mikilvægi góðrar þjónustu við íbúa. Umhverfismál og hvernig þau snerta þéttbýlið sérstaklega hafa einnig verið mér hugleikin, t.a.m. loftgæði í þéttbýli, Borgarlína, umferðarmál og skipulagsmál í þéttbýli yfirleitt. Verkefnin eru víða við frekari uppbyggingu velferðarsamfélagsins. Við þurfum að ljúka byggingu Landspítalans, halda áfram að efla heilsugæsluna og byggja upp öldrunarþjónustu í samvinnu við sveitarfélögin. Það er nauðsynlegt að stíga djörf skref í umhverfismálum og náttúruvernd. Loftslagsmál eru mál sem varða okkur öll og framtíð barnanna okkar og komandi kynslóða,“ er haft eftir Ólafi. Ólafur starfaði áður sem öldrunarlæknir og sat í bæjarstjórn Kópavogs frá 2006 til 2017. Þetta kjörtímabil hefur Ólafur verið varaformaður velferðarnefndar og einnig setið í efnahags- og viðskiptanefnd.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira