Guðrún Hafsteinsdóttir vill fyrsta sætið í Suðurkjördæmi Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 21:27 Guðrún Hafsteinsdóttir fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins sækist eftir fyrsta sætinu í Suðurkjördæmi. Páll Magnússon vermdi sætið í síðustu kosningum. Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjörís, býður sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer í maí. Þetta tilkynnti hún á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Hveragerðis í kvöld. Guðrún segir í tilkynningu um framboðið að síðustu vikur og mánuði hafi hún fengið mikla hvatningu víðsvegar úr kjördæminu til að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðismanna. Hún kveðst þakklát öllum sem hafa stutt hana og hvatt. „Suðurkjördæmi býr yfir miklum tækifærum sem brýnt er að efla. Ég er tilbúin að taka þátt í þeirri vinnu og tel að reynsla mín og þekking muni nýtast vel. Í Suðurkjördæmi er iðandi og gott mannlíf og hér höfum við allt sem þarf til að vera leiðandi á öllum sviðum atvinnulífsins. Ég trúi því að saman getum við eflt atvinnugreinar okkar og bætt lífskjör okkar sem hér búum og störfum,“ segir Guðrún. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins var í fyrsta sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. Hann leiddi listann einnig í kosningunum árið 2016, þegar hann var fyrst kjörinn á þing fyrir flokkinn. Ekki náðist í Pál við vinnslu fréttarinnar í kvöld. Lengst af starfað hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís Guðrún er fædd 9. febrúar 1970 og er dóttir hjónanna Laufeyjar Valdimarsdóttur og Hafsteins Kristinssonar. Guðrún er í sambúð með Hans Kristjáni Einarssyni Hagerup, gullsmið og eiga þau samtals sex börn. Hún er með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, B.A gráðu í mannfræði frá HÍ 2008 og þá hefur hún lokið diplóma námi í jafnréttisfræðum einnig frá HÍ. Hún hefur starfað nær allan sinn starfsferil hjá fyrirtæki fjölskyldunnar Kjörís ehf. í Hveragerði. Síðastliðinn áratug hefur Guðrún setið í stjórnum margra fyrirtækja og félaga. Hún var kjörin formaður Samtaka iðnaðarins árið 2014 og var þar formaður til 2020. Þá hefur hún einnig átt sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins, Háskóla Reykjavíkur, Bláa Lónsins og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Hveragerði Tengdar fréttir Miðflokkurinn í vanda á landsbyggðinni en Viðreisn og Píratar sækja á Færa má rök fyrir því að Miðflokkurinn sé í vanda á landsbyggðinni ef litið er á niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um fylgi flokkanna í Norðvestur,- Norðaustur- og Suðurkjördæmi. 24. febrúar 2021 10:00 Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05 Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu. 22. febrúar 2021 06:45 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira
Guðrún segir í tilkynningu um framboðið að síðustu vikur og mánuði hafi hún fengið mikla hvatningu víðsvegar úr kjördæminu til að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðismanna. Hún kveðst þakklát öllum sem hafa stutt hana og hvatt. „Suðurkjördæmi býr yfir miklum tækifærum sem brýnt er að efla. Ég er tilbúin að taka þátt í þeirri vinnu og tel að reynsla mín og þekking muni nýtast vel. Í Suðurkjördæmi er iðandi og gott mannlíf og hér höfum við allt sem þarf til að vera leiðandi á öllum sviðum atvinnulífsins. Ég trúi því að saman getum við eflt atvinnugreinar okkar og bætt lífskjör okkar sem hér búum og störfum,“ segir Guðrún. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins var í fyrsta sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. Hann leiddi listann einnig í kosningunum árið 2016, þegar hann var fyrst kjörinn á þing fyrir flokkinn. Ekki náðist í Pál við vinnslu fréttarinnar í kvöld. Lengst af starfað hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís Guðrún er fædd 9. febrúar 1970 og er dóttir hjónanna Laufeyjar Valdimarsdóttur og Hafsteins Kristinssonar. Guðrún er í sambúð með Hans Kristjáni Einarssyni Hagerup, gullsmið og eiga þau samtals sex börn. Hún er með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, B.A gráðu í mannfræði frá HÍ 2008 og þá hefur hún lokið diplóma námi í jafnréttisfræðum einnig frá HÍ. Hún hefur starfað nær allan sinn starfsferil hjá fyrirtæki fjölskyldunnar Kjörís ehf. í Hveragerði. Síðastliðinn áratug hefur Guðrún setið í stjórnum margra fyrirtækja og félaga. Hún var kjörin formaður Samtaka iðnaðarins árið 2014 og var þar formaður til 2020. Þá hefur hún einnig átt sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins, Háskóla Reykjavíkur, Bláa Lónsins og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Hveragerði Tengdar fréttir Miðflokkurinn í vanda á landsbyggðinni en Viðreisn og Píratar sækja á Færa má rök fyrir því að Miðflokkurinn sé í vanda á landsbyggðinni ef litið er á niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um fylgi flokkanna í Norðvestur,- Norðaustur- og Suðurkjördæmi. 24. febrúar 2021 10:00 Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05 Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu. 22. febrúar 2021 06:45 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira
Miðflokkurinn í vanda á landsbyggðinni en Viðreisn og Píratar sækja á Færa má rök fyrir því að Miðflokkurinn sé í vanda á landsbyggðinni ef litið er á niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um fylgi flokkanna í Norðvestur,- Norðaustur- og Suðurkjördæmi. 24. febrúar 2021 10:00
Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05
Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu. 22. febrúar 2021 06:45