Innlent

Hættustigi lýst yfir

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mikil skjálftavirkni hefur verið í dag.
Mikil skjálftavirkni hefur verið í dag. Veðurstofan

Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi vegna öflugrar jarðskjálftahrinu sem gengur nú yfir. Hættustigið er sett á til að samhæfa aðgerðir ýmissa verklagsaðila og stofnana og hefur ekki áhrif á almenning. Enn fremur er það sett á ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum en ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sér að ræða.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Líkt og fram hefur komið mældist skjálfti af stærðinni 5,7 suðsuðvestur af Keili á Reykjanesi klukkan tíu í morgun. Fjöldi eftirskjálfta hefur fylgt í kjölfarið og að minnsta kosti tólf þeirra mældust yfir 4 að stærð. Síðasti skjálfti var 4,8 stig klukkan 12.37. Skjálftarnir hafa fundist víða á suðvesturhluta landsins og allt norður í Húnaþing og vestur á Ísafjörð.

Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum hafa sést á svæðinu. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar tók þessa mynd í eftirlitsferð sinni í morgun.Landhelgisgæslan

Varað hefur verið við grjóthruni á Reykjanesskaga en þar hafa einnig sést hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum. Lögreglan á Suðurnesjum fylgist með áhrifum skjálftans og áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flaug í morgun yfir Reykjanes til að kanna aðstæður. Þá hefur Veðurstofa Íslands hækkað litakóða fyrir flug á Reykjanesi yfir á gult.

Allar helstu upplýsingar um skjálftann eru að finna hér.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.