Innlent

Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir fimm

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þrír menn úrskurðaðir í gærsluvarðhald vegna morðs í Rauðagerði
Þrír menn úrskurðaðir í gærsluvarðhald vegna morðs í Rauðagerði Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir fimm karlmönnum í tengslum við rannsókn sína á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Þegar mest var voru níu í gæsluvarðhaldi en tveimur var sleppt í gær en gerð krafa um farbann.

Krafan verður gerð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegið. Til þessa hefur héraðsdómur fallist á kröfur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald. Einhverjir úrskurðanna hafa verjendur mannanna kært til Landsréttar sem staðfest hefur úrskurðinn.

Lögregla hefur haldið þétt að sér spilunum varðandi rannsókn sína á málinu. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni hefur þó sagt sönnunargögn í málinu sterk og að lögregla hafi náð til þeirra sem þeir telji tengjast málinu.


Tengdar fréttir

Meintur fíkniefnabarón áfram í gæsluvarðhaldi

Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður er um aðild að morðinu í Rauðagerði að kvöldi 13. febrúar, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í áframhaldandi vikulagt gæsluvarðhald. Varðhaldið, sem rennur út 2. mars, er á grundvelli rannsóknarhagsmuna að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Nokkrum sleppt úr haldi vegna Rauðagerðismálsins

Lögregla hyggst sleppa nokkrum sakborningum í Rauðagerðismálinu úr haldi í dag, samkvæmt heimildum fréttastofu. Farið verður fram á farbann yfir mönnunum á meðan rannsókn stendur yfir.

Lög­regla telur sig vera nær því að upp­lýsa málið

Lögreglan telur sig vera nær því að upplýsa um morðið í Rauðagerði fyrir rúmri viku síðan, en yfirheyrslur fóru fram um helgina og vinnur lögregla að því að kortleggja ferðir sakborninga. Til skoðunar er hvort einhverjir hópar tengist málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×