Íslenskir hestar streyma úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2021 15:17 Íslensku hestarnir njóta mikilla vinsælda víða um heim. Vísir/Vilhelm Árið 2020 voru 2.320 hross flutt út frá Íslandi en eftirspurn eftir íslenska hestinum erlendis hefur vaxið hratt. Þetta kemur fram á vef Íslandsstofu. Árið 2019 voru flutt út 1.509 hross frá Íslandi og nemur því aukningin milli ára 53 prósentum. Samanlagt útflutningsverðmæti hrossa frá Íslandi árið 2020 var rúmlega einn og hálfur milljarður króna samkvæmt tölum Hagstofunnar, hálfum milljarði meiri en 2019. Fara þarf rúmlega tuttugu ár aftur í tímann, eða til ársins 1997 til að finna sambærilegar tölur en þá voru 2.565 hestar fluttir úr landi. Mikil aukningin varð á útflutningi til Bandaríkjanna eða 176 prósent og útflutningur til Bretlands nærri tvöfaldaðist. Íslnadsstofa segir þennan góða árangur mega meðal annars útskýra með markvissu markaðsstarfi Horses of Iceland undanfarin ár. Flest hross fóru að vanda til Þýskalands (974), næstflest til Svíþjóðar (306) og til Danmerkur (271). Athygli vekur að Bandaríkin eru í fjórða sæti (141) en áhugi á íslenska hestinum þar fer ört vaxandi. Fleiri markaðir sækja í sig veðrið. Sviss er í fimmta sæti (135) og jókst útflutningur þangað um 42 prósent milli ára. Fjöldi hesta sem seldur var til Belgíu (43) þrefaldaðist milli ára. Íslandsstofa segir vaxandi eftirspurn í Bretlandi ánægjulega en þangað fór 31 hestur. „Útflytjendur hafa löngum litið Bretlandsmarkað hýru auga vegna nálægðar og náinna tengsla við sterka markaði annars staðar í Evrópu. Strembið hefur reynst að vekja áhuga breskra hestaunnenda á íslenska hestinum vegna ríkra reiðmennskuhefða á stórum hestum, en þetta gæti verið vísbending um breytt viðhorf.“ Einnig fóru íslenskir hestar til nýrra markaðssvæða árið 2020, en þrjú íslensk hross voru flutt til Lettlands í fyrsta skipti. Í heildina voru þetta 314 stóðhestar, 1.015 hryssur og 991 geldingar. Þar af voru 156 fyrstu verðlauna hross. Þetta kemur fram í samantekt WorldFengs - upprunaættbók íslenska hestsins. Hestar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Samanlagt útflutningsverðmæti hrossa frá Íslandi árið 2020 var rúmlega einn og hálfur milljarður króna samkvæmt tölum Hagstofunnar, hálfum milljarði meiri en 2019. Fara þarf rúmlega tuttugu ár aftur í tímann, eða til ársins 1997 til að finna sambærilegar tölur en þá voru 2.565 hestar fluttir úr landi. Mikil aukningin varð á útflutningi til Bandaríkjanna eða 176 prósent og útflutningur til Bretlands nærri tvöfaldaðist. Íslnadsstofa segir þennan góða árangur mega meðal annars útskýra með markvissu markaðsstarfi Horses of Iceland undanfarin ár. Flest hross fóru að vanda til Þýskalands (974), næstflest til Svíþjóðar (306) og til Danmerkur (271). Athygli vekur að Bandaríkin eru í fjórða sæti (141) en áhugi á íslenska hestinum þar fer ört vaxandi. Fleiri markaðir sækja í sig veðrið. Sviss er í fimmta sæti (135) og jókst útflutningur þangað um 42 prósent milli ára. Fjöldi hesta sem seldur var til Belgíu (43) þrefaldaðist milli ára. Íslandsstofa segir vaxandi eftirspurn í Bretlandi ánægjulega en þangað fór 31 hestur. „Útflytjendur hafa löngum litið Bretlandsmarkað hýru auga vegna nálægðar og náinna tengsla við sterka markaði annars staðar í Evrópu. Strembið hefur reynst að vekja áhuga breskra hestaunnenda á íslenska hestinum vegna ríkra reiðmennskuhefða á stórum hestum, en þetta gæti verið vísbending um breytt viðhorf.“ Einnig fóru íslenskir hestar til nýrra markaðssvæða árið 2020, en þrjú íslensk hross voru flutt til Lettlands í fyrsta skipti. Í heildina voru þetta 314 stóðhestar, 1.015 hryssur og 991 geldingar. Þar af voru 156 fyrstu verðlauna hross. Þetta kemur fram í samantekt WorldFengs - upprunaættbók íslenska hestsins.
Hestar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira