Sport

Tengdasonur Mosfellsbæjar orðinn pabbi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Patrick Mahomes og Brittany Matthews fagna eftir að Kansas City Chiefs vann Super Bowl í fyrra.
Patrick Mahomes og Brittany Matthews fagna eftir að Kansas City Chiefs vann Super Bowl í fyrra. getty/Andy Lyons

Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, varð pabbi í fyrsta sinn um helgina.

Unnusta hans, Brittany Matthews, eignaðist þá dóttur sem hefur fengið nafnið Sterling Skye Mahomes. 

Brittany lék með Aftureldingu/Fram sumarið 2017 og vann 2. deildina með liðinu. Mahomes dvaldi hjá henni í Mosfellsbænum þetta sumarið og hefur síðan þá oft verið kallaður tengdasonur Mosfellsbæjar.

Mahomes og Brittany hafa verið lengi saman og trúlofuðu sig í fyrra. Mahomes bað Brittany sama kvöld og hann fékk meistarahringinn fyrir sigur Kansas City í Super Bowl 2020 afhentan.

Kansas City komst aftur í Super Bowl í ár en tapaði þar fyrir Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers.


NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×