Innlent

Brjálað að gera í blómabúðum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hefð er fyrir því að gleðja konur í dag. Blóm og konfekt rjúka út. 
Hefð er fyrir því að gleðja konur í dag. Blóm og konfekt rjúka út.  Vísir/Getty

Brjálað hefur verið að gera hjá blómasölum landsins í tilefni af konudeginum sem er í dag, en hann markar upphaf góu. Konudagurinn er enn langstærsti blómasöludagur landsins þó Valentínusardagurinn sé í mikill sókn.

„Við opnuðum klukkan átta og fyrstu viðskiptavinir streymdu þá inn, en þetta er búið að ganga eins og í sögu. Yndislegt veður úti og svona,“ segir Þórdís Soffía, fagstjóri blómadeildar Garðheima.

Hún segir flesta kaupa blóm og konfekt. Rauðar rósir séu vinsælastar á valentínusardag en öll litaflóran á konudag.

„Við erum náttúrlega nýbúin að fara í gegnum valentínusardag þar sem allt er rautt þannig að þetta er allt mjög blandað. Í raun og eru er konudagurinn stærri, en valentínusardagurinn er orðinn mjög stór hjá okkur. En ég held að á þessum tímum sem við erum búin að vera að ganga í gegnum þá séu blómin bara að gleðja. Þau segja svo mikið,“ segir Þórdís.

Hún býst við að mikið verði að gera í allan dag. „Ég held að við verðum með tóma búð í lok dags, sýnist mér,“ segir hún. Það fer hins vegar enginn tómhentur út.

„Við reddum öllum. Við eigum líka pottablóm. Það fer enginn tómhentur héðan út, það eru alveg hreinar línur,“ segir Þórdís, glöð í bragði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×