Enski boltinn

Hættur að krjúpa og segir það lítil­lækkandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Wilfried Zaha er hættur að krjúpa fyrir leiki ensku úrvalsdeildarinnar.
Wilfried Zaha er hættur að krjúpa fyrir leiki ensku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty

Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni, mun ekki krjúpa á kné eins og aðrir leikmenn deildarinnar er hann snýr aftur úr meiðslum. Hann sér ekki tilganginn og segir það lítillækkandi.

Undanfarna mánuði hafa allir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar sem og annað starfsfólk og dómarar kropið á kné áður en leikir fara af stað. Er þetta gert til að styðja við Black Lives Matter-hreyfinguna og sýna samstöðu gegn kynþáttafordómum.

Zaha segir í viðtali þetta sé lítillækkandi fyrir svarta leikmenn deildarinnar. Hann segir einnig að herferðin sé að missa marks og að sumir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar muni ekki af hverju þeir krjúpa fyrir leiki.

„Að mínu mati er lítillækkandi að krjúpa á kné. Þegar ég var yngri hvöttu foreldrar mínir mig til að vera stoltur af því að vera svartur, óháð aðstæðum. Að mínu mati ættum við bara að standa uppréttir, stoltir,“ sagði Zaha í stuttu viðtali við ESPN á dögunum.

Þar staðfesti leikmaðurinn að hann myndi ekki krjúpa fyrir næst leik Palace né í framtíðinni. Hinn 28 ára gamli Zaha er meiddur sem stendur og alls óvíst hvort hann í leikmannahóp Palace sem mætir Brighton & Hove Albion á mánudaginn.

Zaha hefur leikið 19 leiki á þessari leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Hefur hann skorað níu mörk og lagt upp önnur tvö í þeim.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.