Enski boltinn

Neitar að gefast upp í baráttunni við Man. City

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær gat glott í gærkvöldi er United rúllaði yfir Sociedad í Evrópudeildinni, 4-0. 
Solskjær gat glott í gærkvöldi er United rúllaði yfir Sociedad í Evrópudeildinni, 4-0.  Andy Rain/Getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að rauðu djöflarnir hafi ekki gefist upp í baráttunni við topplið Manchester City, sem er nú með tíu stiga forskot á toppnum.

United hefur fatast flugið í úrvalsdeildinni að undanförnu og bláklæddir Manchester liðar hafa unnið tólf deildarleiki í röð. Þeir eru því komnir með góða forystu og margir gengið svo langt að nánast krýna þá meistara.

United hefur tapað níu stigum í síðustu fimm leikjum en Norðmaðurinn heldur í trúnna, að ná í skottið á Man. City.

„Ég held að enginn myndi segja að hann myndi ekki reyna,“ sagði Solskjær.

„Við reynum auðvitað að vinna alla leiki. Við þurfum að setja saman sigurleiki ef við ætlum að pressa á City og það byrjar á sunnudaginn.“

„En hvað önnur lið gera. City, Liverpool, Leister, Chelsea, Tottenham, WBA. Sama hvaða lið það er - þá getum við ekki stjórnað því. Við erum í öðru sætinu og markmiðin eru að enda ekki neðar en það.“

„Við getum ekki falið okkur á bak við það að við höfum slakað á að undanförnu. Við töpuðum stigum gegn Everton, Sheffield, WBA og Arsenal. Stig í leikjum sem okkur fannst við eiga meira skilið úr. Newcastle leikurinn er mikilvægur,“ sagði Solskjær.

Man. United mætir Newcastle á sunnudagskvöldið. Flautað verður til leiks klukkan 19.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×