Grunaður morðingi áfram í gæsluvarðhaldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2021 15:17 Hinn albanski Armando Beqirai var ráðinn bani með skotvopni fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í Reykjavík síðasta laugardagskvöld. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti eftir hádegið kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi fimm daga gæsluvarðhald yfir litháskum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að morðinu í Rauðagerði að kvöldi laugardagsins 13. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Umræddur karlmaður var handtekinn í íbúð í Urriðaholti í Garðabæ skömmu eftir að karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði. Litháinn er einn átta sem nú eru í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við málið. Einn þeirra, rúmlega fertugur Íslendingur, var með íbúðina í Urriðaholti á leigu þar sem Litháinn var handtekinn. Rannsókn málsins er umfangsmikil og nær allt lögregluembættið á höfuðborgarsvæðinu kemur að henni með einum eða öðrum hætti. Að minnsta kosti þrír bílar hafa verið haldlagðir í tengslum við rannsóknina og húsleit verið gerð á ríflega tuttugu stöðum víða um land - sú síðasta í gærkvöld, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá er unnið að því að skoða farsímagögn út frá símamöstrum á svæðinu en það er meðal annars gert til þess að tengja aðila saman. Talið er að skammbyssa hafi verið notuð en hún er enn ófundin. Rannsókn stendur yfir á skothylkjum og byssukúlum sem fundust á vettvangi og talið er að skotið hafi verið hátt í tíu sinnum úr byssunni. Heimildir fréttastofu herma að Litháinn sé grunaður byssumaður en að hann hafi staðfastlega haldið fram sakleysi sínu. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Átta nú í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á fertugsaldri í fimm daga gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 24. febrúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í gær. 19. febrúar 2021 12:47 Bílar haldlagðir, húsleit víða og farsímagögn til skoðunar Gæsluvarðhald yfir karlmanni frá Litháen sem grunaður er um aðild að morðinu við Rauðagerði rennur út í dag. Lögregla hefur lagt hald á að minnsta kosti þrjá bíla í tengslum við morðið og skoðar nú símagögn út frá símamöstrum á svæðinu. 19. febrúar 2021 12:06 Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir. 18. febrúar 2021 19:34 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
Umræddur karlmaður var handtekinn í íbúð í Urriðaholti í Garðabæ skömmu eftir að karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði. Litháinn er einn átta sem nú eru í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við málið. Einn þeirra, rúmlega fertugur Íslendingur, var með íbúðina í Urriðaholti á leigu þar sem Litháinn var handtekinn. Rannsókn málsins er umfangsmikil og nær allt lögregluembættið á höfuðborgarsvæðinu kemur að henni með einum eða öðrum hætti. Að minnsta kosti þrír bílar hafa verið haldlagðir í tengslum við rannsóknina og húsleit verið gerð á ríflega tuttugu stöðum víða um land - sú síðasta í gærkvöld, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá er unnið að því að skoða farsímagögn út frá símamöstrum á svæðinu en það er meðal annars gert til þess að tengja aðila saman. Talið er að skammbyssa hafi verið notuð en hún er enn ófundin. Rannsókn stendur yfir á skothylkjum og byssukúlum sem fundust á vettvangi og talið er að skotið hafi verið hátt í tíu sinnum úr byssunni. Heimildir fréttastofu herma að Litháinn sé grunaður byssumaður en að hann hafi staðfastlega haldið fram sakleysi sínu.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Átta nú í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á fertugsaldri í fimm daga gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 24. febrúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í gær. 19. febrúar 2021 12:47 Bílar haldlagðir, húsleit víða og farsímagögn til skoðunar Gæsluvarðhald yfir karlmanni frá Litháen sem grunaður er um aðild að morðinu við Rauðagerði rennur út í dag. Lögregla hefur lagt hald á að minnsta kosti þrjá bíla í tengslum við morðið og skoðar nú símagögn út frá símamöstrum á svæðinu. 19. febrúar 2021 12:06 Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir. 18. febrúar 2021 19:34 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
Átta nú í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á fertugsaldri í fimm daga gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 24. febrúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í gær. 19. febrúar 2021 12:47
Bílar haldlagðir, húsleit víða og farsímagögn til skoðunar Gæsluvarðhald yfir karlmanni frá Litháen sem grunaður er um aðild að morðinu við Rauðagerði rennur út í dag. Lögregla hefur lagt hald á að minnsta kosti þrjá bíla í tengslum við morðið og skoðar nú símagögn út frá símamöstrum á svæðinu. 19. febrúar 2021 12:06
Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir. 18. febrúar 2021 19:34