Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 19:34 Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir. Sjö menn eru nú í gæsluvarðhaldi en alls eru níu í haldi lögreglu vegna málsins. Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri frá Litháen, sem handtekinn var í íbúð í Urriðaholti aðfaranótt sunnudags skömmu eftir morðið, rennur út á morgun. Margein sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að lögregla ákveði í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir honum. Hinir sex eru ýmist í gæsluvarðhaldi til 23. eða 24. febrúar. Lögregla réðst meðal annars í húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagði hald á fleiri muni, yfirheyrði málsaðila og fór yfir gögn. Þá er skoðað hver þáttur hvers og eins er í morðinu en komið hefur fram að hún telji sig hafa byssumanninn í haldi. Margeir vildi ekki fara nánar út í aðild mannanna að málinu í samtali við fréttastofu í dag og þá vildi hann ekki upplýsa hvort skotvopn væri á meðal þeirra muna sem lagt hefur verið hald á. „Við teljum þá aðila sem við erum með hafa að einhverju leyti komið að þessu máli en það er það sem gerir þetta kannski umfangsmikið,“ sagði hann. Á meðal þess sem einnig er verið að skoða er hvort setið hafi verið um manninn við heimili hans umrætt kvöld. Þá er skoðað hvort fleiri en einn hafi þar verið að verki. „Eins og við höfum komið inn á þá er það ýmislegt sem við erum að skoða, hvort þetta tengist skipulagðri brotastarfsemi eða einhverjum mönnum sem hafa verið í deilum, þetta er meðal annars eitt af því og ég get ekki farið nánar út í það. En þetta sýnir bara umfangið.“ Er eitthvað meira hægt að segja um þátt hvers og eins í morðinu, er þetta bara einn sem er talinn hafa skotið á hann eða er hægt að segja meira um það? „Ég get ekki sagt neitt um það.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögregla jafnframt farið yfir myndefni úr öryggismyndavélum í götunni. Þá hefur talsvert ónæði hlotist af ágangi almennings á vettvangi morðsins síðustu daga, að sögn nágranna sem fréttastofa hefur rætt við í dag. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira
Sjö menn eru nú í gæsluvarðhaldi en alls eru níu í haldi lögreglu vegna málsins. Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri frá Litháen, sem handtekinn var í íbúð í Urriðaholti aðfaranótt sunnudags skömmu eftir morðið, rennur út á morgun. Margein sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að lögregla ákveði í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir honum. Hinir sex eru ýmist í gæsluvarðhaldi til 23. eða 24. febrúar. Lögregla réðst meðal annars í húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagði hald á fleiri muni, yfirheyrði málsaðila og fór yfir gögn. Þá er skoðað hver þáttur hvers og eins er í morðinu en komið hefur fram að hún telji sig hafa byssumanninn í haldi. Margeir vildi ekki fara nánar út í aðild mannanna að málinu í samtali við fréttastofu í dag og þá vildi hann ekki upplýsa hvort skotvopn væri á meðal þeirra muna sem lagt hefur verið hald á. „Við teljum þá aðila sem við erum með hafa að einhverju leyti komið að þessu máli en það er það sem gerir þetta kannski umfangsmikið,“ sagði hann. Á meðal þess sem einnig er verið að skoða er hvort setið hafi verið um manninn við heimili hans umrætt kvöld. Þá er skoðað hvort fleiri en einn hafi þar verið að verki. „Eins og við höfum komið inn á þá er það ýmislegt sem við erum að skoða, hvort þetta tengist skipulagðri brotastarfsemi eða einhverjum mönnum sem hafa verið í deilum, þetta er meðal annars eitt af því og ég get ekki farið nánar út í það. En þetta sýnir bara umfangið.“ Er eitthvað meira hægt að segja um þátt hvers og eins í morðinu, er þetta bara einn sem er talinn hafa skotið á hann eða er hægt að segja meira um það? „Ég get ekki sagt neitt um það.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögregla jafnframt farið yfir myndefni úr öryggismyndavélum í götunni. Þá hefur talsvert ónæði hlotist af ágangi almennings á vettvangi morðsins síðustu daga, að sögn nágranna sem fréttastofa hefur rætt við í dag.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira