„Þetta er allavega ég en ekki börnin mín“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. febrúar 2021 10:30 Stella er í dag krabbameinslaus en í fyrirbyggjandi meðferð. Stella Hallsdóttir er 33 ára gift tveggja barna móðir. Hún er lögfræðingur að mennt og vinnur hjá umboðsmanni barna. Fyrra barnið eignaðist hún fyrir rúmum fjórum árum en seinna barnið kom í heiminn í nóvember 2019. Allt gekk eins og í sögu en svo kom skellurinn. Sindri Sindrason ræddi við Stellu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég sem sagt finn fyrir þykkildi í brjóstinu á mér í október árið 2019 rétt áður en ég á dóttur mína og ég tengi þetta við það að ég sé ólétt og þetta sé hluti af því,“ segir Stella en á þessu tímabili var hún lítið að hugsa út í það hvort þetta gæti verið eitthvað alvarlegt og minntist ekki einu sinni á þetta við ljósmóðurina. „Svo á ég dóttur mína þarna í nóvember og maður fer bara í mömmugírinn og öllu því sem fylgir þannig ég er ekkert að spá mikið í þessu en vinstra brjóstið mjólkaði alltaf miklu verra. Það var alltaf lítið flæði og dóttir mín var alltaf rög að fara á það. Svo bara hættir hún á því að sirka um 3-4 mánaða gefst hún upp á þessu og neitar því alveg. Þá finn ég þegar mjólkin fer úr brjóstinu að þetta er búið að stækka og mér bregður svolítið.“ Hrundi niður Um mánuði seinna fer Stella upp á leitarstöð og þar var tekin mynd og sýni. „Það var fyrst þá sem ég varð pínu hrædd af því að ég hélt að þetta væri ekki neitt og svo fannst mér læknirinn vera svolítið alvarlegur.“ Þann 18. júní í fyrra fékk Stella svo símtal. Stella og fjölskyldan á góðri stundu sumarið 2020. „Þar sem mér er tilkynnt að þetta sé krabbamein. Þetta var mjög súrealískt og við stóðum í stofunni ég og maðurinn minn og ég hélt á dóttur minni og var að rugga henni þar sem hún var smá grátandi. Ég náði einhvern veginn að halda fókus í samtalinu. Ég skelli síðan á, labba inn í herbergi til dóttur minnar og finn bara svona dofatilfinningu hellast yfir mig. Ég halla mér upp að veggnum og hryn niður. Maður er mjög hræddur við þetta orð krabbamein og byrjar strax að hugsa hvort maður sé að deyja.“ Stella segist hafa hugsað hvort börnin hennar skildu muna eftir henni ef hún myndi falla frá og þá sérstaklega yngri stúlkan. „Ég skal alveg viðurkenna að það kom hugsun upp hjá mér að það væri kannski bara gott ef hún myndi ekki muna eftir mér. Eitthvað sem ég hugsaði þegar ég greinist er að þetta er allavega ég en ekki börnin mín.“ Ekki enn grátið brjóstið Stella fór á þriggja vikna fresti í lyfjameðferðir, alls sex skipti en því ferli lauk í nóvember. „Svo fór ég í brjóstnám í byrjun desember og þá var brjóstið tekið og eitlar í holhöndinni líka af því að krabbameinið var búið að dreifa sér í eitla.“ Þá er hún núna í geislameðferð, auk þess sem hún fær lyf í fjórtán skipti einskonar fyrirbyggjandi meðferð svo krabbinn komi ekki aftur. „Ég undirbjó mig mjög mikið og hugsaði strax, ég er með krabbamein og veit alveg hverju því fylgir. Ég mun missa hárið og ég gerði ráð fyrir því að missa brjóstið í upphafi. Það kom mér rosalega á óvart að þegar ég vaknaði eftir aðgerðina fann ég fyrir rosalega miklum létti. Núna er þetta farið og það var mikill léttir. Ég hef ekki enn þá grátið brjóstið.“ Stella er í dag krabbameinslaus og er sem fyrr segir í fyrirbyggjandi krabbameinsmeðferð en er í áhættuhópi næstu fimm árin. Hún er bjartsýn á framtíðina og horfir öðruvísi á hlutina í dag en hún gerði fyrir einu og hálfu ári. „Ég er hressari og skemmtilegri og maður er svona meira í núinu og svona og ekki mikið að stressa mig á hlutum eins og ég var að gera.“ Fokk ég er með krabbamein Ísland í dag Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira
Allt gekk eins og í sögu en svo kom skellurinn. Sindri Sindrason ræddi við Stellu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég sem sagt finn fyrir þykkildi í brjóstinu á mér í október árið 2019 rétt áður en ég á dóttur mína og ég tengi þetta við það að ég sé ólétt og þetta sé hluti af því,“ segir Stella en á þessu tímabili var hún lítið að hugsa út í það hvort þetta gæti verið eitthvað alvarlegt og minntist ekki einu sinni á þetta við ljósmóðurina. „Svo á ég dóttur mína þarna í nóvember og maður fer bara í mömmugírinn og öllu því sem fylgir þannig ég er ekkert að spá mikið í þessu en vinstra brjóstið mjólkaði alltaf miklu verra. Það var alltaf lítið flæði og dóttir mín var alltaf rög að fara á það. Svo bara hættir hún á því að sirka um 3-4 mánaða gefst hún upp á þessu og neitar því alveg. Þá finn ég þegar mjólkin fer úr brjóstinu að þetta er búið að stækka og mér bregður svolítið.“ Hrundi niður Um mánuði seinna fer Stella upp á leitarstöð og þar var tekin mynd og sýni. „Það var fyrst þá sem ég varð pínu hrædd af því að ég hélt að þetta væri ekki neitt og svo fannst mér læknirinn vera svolítið alvarlegur.“ Þann 18. júní í fyrra fékk Stella svo símtal. Stella og fjölskyldan á góðri stundu sumarið 2020. „Þar sem mér er tilkynnt að þetta sé krabbamein. Þetta var mjög súrealískt og við stóðum í stofunni ég og maðurinn minn og ég hélt á dóttur minni og var að rugga henni þar sem hún var smá grátandi. Ég náði einhvern veginn að halda fókus í samtalinu. Ég skelli síðan á, labba inn í herbergi til dóttur minnar og finn bara svona dofatilfinningu hellast yfir mig. Ég halla mér upp að veggnum og hryn niður. Maður er mjög hræddur við þetta orð krabbamein og byrjar strax að hugsa hvort maður sé að deyja.“ Stella segist hafa hugsað hvort börnin hennar skildu muna eftir henni ef hún myndi falla frá og þá sérstaklega yngri stúlkan. „Ég skal alveg viðurkenna að það kom hugsun upp hjá mér að það væri kannski bara gott ef hún myndi ekki muna eftir mér. Eitthvað sem ég hugsaði þegar ég greinist er að þetta er allavega ég en ekki börnin mín.“ Ekki enn grátið brjóstið Stella fór á þriggja vikna fresti í lyfjameðferðir, alls sex skipti en því ferli lauk í nóvember. „Svo fór ég í brjóstnám í byrjun desember og þá var brjóstið tekið og eitlar í holhöndinni líka af því að krabbameinið var búið að dreifa sér í eitla.“ Þá er hún núna í geislameðferð, auk þess sem hún fær lyf í fjórtán skipti einskonar fyrirbyggjandi meðferð svo krabbinn komi ekki aftur. „Ég undirbjó mig mjög mikið og hugsaði strax, ég er með krabbamein og veit alveg hverju því fylgir. Ég mun missa hárið og ég gerði ráð fyrir því að missa brjóstið í upphafi. Það kom mér rosalega á óvart að þegar ég vaknaði eftir aðgerðina fann ég fyrir rosalega miklum létti. Núna er þetta farið og það var mikill léttir. Ég hef ekki enn þá grátið brjóstið.“ Stella er í dag krabbameinslaus og er sem fyrr segir í fyrirbyggjandi krabbameinsmeðferð en er í áhættuhópi næstu fimm árin. Hún er bjartsýn á framtíðina og horfir öðruvísi á hlutina í dag en hún gerði fyrir einu og hálfu ári. „Ég er hressari og skemmtilegri og maður er svona meira í núinu og svona og ekki mikið að stressa mig á hlutum eins og ég var að gera.“
Fokk ég er með krabbamein Ísland í dag Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira