Gefa þarf verulega í við uppbyggingu vegakerfisins Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2021 19:21 Þrátt fyrir aukin framlög til uppbyggingar innviða að undanförnu er enn uppsöfnuð þörf á framkvæmdum upp á fjögur hundruð og tuttugu milljarða króna á næstu tíu árum. Útlit er fyrir óbreytt ástand á mörgum sviðum og að staðan versni varðandi hafnir og innanlandsflugvelli. Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í morgun skýrslu sína um framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi en samtökin birtu fyrstu skýrslu sama efnis árið 2017. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir lítið hafa breyst á fjórum árum. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins segir mikla uppsafnaða viðhaldsþörf í vegakerfinu ekkert breytast á næstu tíu árum miðað við áætlanir.Stöð 2/Sigurjón „Við sjáum að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða hér á landi er 420 milljarðar króna eða 14,5 prósent af landsframleiðslu. Þetta er viðlíka stórt verkefni og var í skýrslunni okkar 2017. Þannig að staðan hefur ekkert batnað, því miður,“ segir Ingólfur. samtök iðnaðarins Á skalanum einum til fimm er ástand innviða að mati skýrsluhöfunda að meðaltali þrír en síðast töldu þrír liðirnir fá tvo í einkun í skýrslunni. Mest munar um þörf upp á 110 milljarða í þjóðvegi landsins, 50 til 70 millljarða í vegi á könnu sveitarfélaga og 50 til 85 milljarða í fráveitukerfi. Af samanlagt 420 milljörðum færu 26 prósent í þjóðvegina, 16 prósent í fráveitur og 14 prósent í sveitarfélagavegi. „Og þeir eru með rétt um 57 prósent af heildar uppsafnaðri viðhaldsþörf í öllu innviðakerfinu. Sem sýnir að ástandið á þessum innviðum er sérstaklega slæmt,“ segir Ingólfur. samtök iðnaðarins Framlög til innviðauppbyggingar lækkuðu strax í árið 2009 sem hlutfall af landsframleiðslu eftir efnahagshrunið 2008. Framlögin náðu síðan ekki meðaltali fyrri ára fyrr en í upphafi árs 2018. Blá örin á þessari mynd vísar til ársins 2009 þegar framlög hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu til innviða lækkaði undir meðaltal áranna frá 1996.samtök iðnaðarins „Við fengum sérfræðinga til að meta horfur til næstu tíu ára. Þar kemur fram til að mynda varðandi vegakerfið; þjóðvegina og sveitarfélagavegina að þeir fá það mati að það muni ekkert breytast. Ástandið á þeim bæ til næstu tíu ára. Það horfir aðeins betur við með fráveitukerfið. Þar er útlit fyrir að ástandið muni batna. Jafnvel verulega litið til næstu tíu ára,“ segir Ingólfur Bender. Það eru sjö mánuðir til alþingiskosninga hinn 25. september í haust. Í hádegisfréttum Bylgjunna sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra að stjórnvöld hefðu aukið framlög til innviðauppbyggingar mjög mikið. Það biði engu að síður næstu ríkisstjórnar að setja enn meiri fjármuni í viðhaldsframkvæmdir á vegakerfinu. „Já, ég er ekki í neinum vafa um það. Við höfum verið að leggja áherslu á það á þessu kjörtímabili að setja annars vegar fjármagn í þessi mál beint frá ríkissjóði og hins vegar horft út fyrir boxið með samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Við förum líka aðrar leiðir í fjármögnun sem og samvinnuleiðirnar og ég er sannfærður um að menn verða að horfa í vaxandi mæli í þessa átt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegagerð Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í morgun skýrslu sína um framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi en samtökin birtu fyrstu skýrslu sama efnis árið 2017. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir lítið hafa breyst á fjórum árum. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins segir mikla uppsafnaða viðhaldsþörf í vegakerfinu ekkert breytast á næstu tíu árum miðað við áætlanir.Stöð 2/Sigurjón „Við sjáum að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða hér á landi er 420 milljarðar króna eða 14,5 prósent af landsframleiðslu. Þetta er viðlíka stórt verkefni og var í skýrslunni okkar 2017. Þannig að staðan hefur ekkert batnað, því miður,“ segir Ingólfur. samtök iðnaðarins Á skalanum einum til fimm er ástand innviða að mati skýrsluhöfunda að meðaltali þrír en síðast töldu þrír liðirnir fá tvo í einkun í skýrslunni. Mest munar um þörf upp á 110 milljarða í þjóðvegi landsins, 50 til 70 millljarða í vegi á könnu sveitarfélaga og 50 til 85 milljarða í fráveitukerfi. Af samanlagt 420 milljörðum færu 26 prósent í þjóðvegina, 16 prósent í fráveitur og 14 prósent í sveitarfélagavegi. „Og þeir eru með rétt um 57 prósent af heildar uppsafnaðri viðhaldsþörf í öllu innviðakerfinu. Sem sýnir að ástandið á þessum innviðum er sérstaklega slæmt,“ segir Ingólfur. samtök iðnaðarins Framlög til innviðauppbyggingar lækkuðu strax í árið 2009 sem hlutfall af landsframleiðslu eftir efnahagshrunið 2008. Framlögin náðu síðan ekki meðaltali fyrri ára fyrr en í upphafi árs 2018. Blá örin á þessari mynd vísar til ársins 2009 þegar framlög hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu til innviða lækkaði undir meðaltal áranna frá 1996.samtök iðnaðarins „Við fengum sérfræðinga til að meta horfur til næstu tíu ára. Þar kemur fram til að mynda varðandi vegakerfið; þjóðvegina og sveitarfélagavegina að þeir fá það mati að það muni ekkert breytast. Ástandið á þeim bæ til næstu tíu ára. Það horfir aðeins betur við með fráveitukerfið. Þar er útlit fyrir að ástandið muni batna. Jafnvel verulega litið til næstu tíu ára,“ segir Ingólfur Bender. Það eru sjö mánuðir til alþingiskosninga hinn 25. september í haust. Í hádegisfréttum Bylgjunna sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra að stjórnvöld hefðu aukið framlög til innviðauppbyggingar mjög mikið. Það biði engu að síður næstu ríkisstjórnar að setja enn meiri fjármuni í viðhaldsframkvæmdir á vegakerfinu. „Já, ég er ekki í neinum vafa um það. Við höfum verið að leggja áherslu á það á þessu kjörtímabili að setja annars vegar fjármagn í þessi mál beint frá ríkissjóði og hins vegar horft út fyrir boxið með samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Við förum líka aðrar leiðir í fjármögnun sem og samvinnuleiðirnar og ég er sannfærður um að menn verða að horfa í vaxandi mæli í þessa átt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegagerð Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira