Lífið

Happy Gilmore og Shooter McGavin skjóta á hvor annan

Stefán Árni Pálsson skrifar
Happy Gilmore kom út árið 1996. 
Happy Gilmore kom út árið 1996. 

25 ár eru nú liðin frá því að kvikmyndin Happy Gilmore kom út og sló rækilega í gegn.

Kvikmyndin fjallaði um golfara sem lék íþróttina á mjög óhefðbundinn hátt og hljóp jafnan að kúlunni þegar hann sló. 

Happy Gilmore stóð sig vel í íþróttinni og náði langt en Adam Sandler fór með hlutverk hans í myndinni. Hans helsti andstæðingur var Shooter McGavin sem Christopher McDonald lék svo eftirminnilega.

Bæði Sandler og McDonald rifja upp gamla takta í skemmtilegum myndböndum á Twitter þar sem þeir skjóta á hvor annan eins og sjá má hér að neðan en í grínmyndinni voru þeir ekki miklir vinir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.