Lífið

Verslingar með eigin útgáfu af FM95BLÖ laginu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nemendur við Verslunarskóla Íslands hafa gefið út fjölmörg mjög vinsæl myndbönd í gegnum tíðina. 
Nemendur við Verslunarskóla Íslands hafa gefið út fjölmörg mjög vinsæl myndbönd í gegnum tíðina. 

Myndabandnefnd Verslunarskóla Íslands, 12:00, hefur í gegnum árin verið þekkt fyrir vinsæl lög og myndbönd en í dag kom út fyrsta myndband ársins frá hópnum.

12:00 eru reglulegir þættir sem nemendur í Verslunarskólanum gefa út nokkrum sinnum á hverju skólaári.

Að þessu sinni gerðu Verslingar sína eigin útgáfu af laginu sem Auðunn Blöndal gaf út þegar hann byrjaði með útvarpsþáttinn FM95BLÖ árið 2011.

Verslingarnir fengu þá Hjörvar Hafliðason og Hannes Þór Halldórsson til að leika í sínu myndbandi sem sjá má hér að neðan.

Hér að neðan má sjá upprunalegu útgáfu lagsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.