Kisan Bella rúntaði um 150 kílómetra í vélarhúddi bíls Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. febrúar 2021 20:59 Katrín og Bella eru miklar vinkonur enda Katrín ánægð með að vera búin að fá hana heim eftir 150 kílómetra rúntinn víða um Suðurlandi með Atla Fannari, járningamanni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kötturinn Bella fór óvænt í hundrað og fimmtíu kílómetra ökuferð um Suðurland eftir að hún fór inn í vélarhúdd á bíl og var þar í sólarhring. Hún fannst þegar eigandi bílsins fór að setja rúðuvökva á bílinn. Bella er komin heim eftir ævintýri helgarinnar en hún býr í hesthúsinu á bænum Skeiðvöllum í Landsveit í Rangárþingi ytra, ásamt Brandi bróður sínum. En hvað kom til að hún brá sér í þetta ferðalag í vélarhúddinu? „Það var járningamaður hjá okkur, sem var að járna og henni tókst að klifra upp í bílinn hjá honum og fór í húddið og settist þar greinilega ofan á geymirinn og ferðaðist svo víða um Suðurland með honum en það uppgötvaðist ekki fyrr en daginn eftir,“ segir Katrín Sigurðardóttir, eigandi Bellu. Járningamaðurinn heitir Atli Fannar Guðjónsson, sem ók með Bellu þessa 150 kílómetra í vinnunni sinni. „Þetta var eiginlega bara ótrúlegt, hún hefur greinilega verið mjög smeyk og hvergi þorað að hoppa af því að Atli Fannar var oft stopp í millitíðinni og svo stóð bílinn líka heila nótt fyrir utan hjá honum í Álalæknum á Selfossi. Bella lág á rafgeymi bílsins í vélarhúddinu í um sólarhring um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Katrín segir Bellu ekki hafa orðið meint af ferðalaginu. En hvernig kisa er Bella? „Hún er mikil veiðikló, það eru engar mýs hér í hesthúsinu hjá okkur. Hún er líka svolítið sérstakur karakter því henni finnst voðalega gaman að láta klappa sér, stundum þegar henni hentar og algjörlega á hennar forsendum. Við erum mjög ánægð með að vera búin að fá Bellu heim og vonum að hún fari aldrei aftur í svona ferðalag," segir Katrín. Læðan Bella frá Skeiðvöllum, sem fór í óvænta ökuferð í vélarhúddi bíls um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Dýr Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira
Bella er komin heim eftir ævintýri helgarinnar en hún býr í hesthúsinu á bænum Skeiðvöllum í Landsveit í Rangárþingi ytra, ásamt Brandi bróður sínum. En hvað kom til að hún brá sér í þetta ferðalag í vélarhúddinu? „Það var járningamaður hjá okkur, sem var að járna og henni tókst að klifra upp í bílinn hjá honum og fór í húddið og settist þar greinilega ofan á geymirinn og ferðaðist svo víða um Suðurland með honum en það uppgötvaðist ekki fyrr en daginn eftir,“ segir Katrín Sigurðardóttir, eigandi Bellu. Járningamaðurinn heitir Atli Fannar Guðjónsson, sem ók með Bellu þessa 150 kílómetra í vinnunni sinni. „Þetta var eiginlega bara ótrúlegt, hún hefur greinilega verið mjög smeyk og hvergi þorað að hoppa af því að Atli Fannar var oft stopp í millitíðinni og svo stóð bílinn líka heila nótt fyrir utan hjá honum í Álalæknum á Selfossi. Bella lág á rafgeymi bílsins í vélarhúddinu í um sólarhring um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Katrín segir Bellu ekki hafa orðið meint af ferðalaginu. En hvernig kisa er Bella? „Hún er mikil veiðikló, það eru engar mýs hér í hesthúsinu hjá okkur. Hún er líka svolítið sérstakur karakter því henni finnst voðalega gaman að láta klappa sér, stundum þegar henni hentar og algjörlega á hennar forsendum. Við erum mjög ánægð með að vera búin að fá Bellu heim og vonum að hún fari aldrei aftur í svona ferðalag," segir Katrín. Læðan Bella frá Skeiðvöllum, sem fór í óvænta ökuferð í vélarhúddi bíls um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Dýr Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira