Nýútskrifaður læknir gerir samning við Sony Music Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2021 15:59 Victor skrifar undir samning við Sony og útskrifast úr læknisfræðinni. Tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor, og maðurinn á bakvið sumarsmellinn Sumargleðin, skrifaði nú á dögunum undir samning við Sony Music í Danmörku, en hann segir bjarta tíma framundan bæði í læknisfræðinni og tónlistinni. „Ég er virkilega spenntur fyrir þessum samning við Sony Music og það er frábært að fá reynslumikla aðila með sér í það að koma tónlistinni sinni á framfæri,“ segir Victor. Útskrifaðist úr læknisfræði síðasta sumar Það hefur verið vægast sagt mikið um að vera hjá Victori, en fyrir utan nýja samninginn við Sony Music er rétt um hálft ár síðan hann kláraði læknisfræðinám í Slóvakíu þar sem hann lærði í læknaskólanum Jessenius Faculty of Medicine og er hann nú á kandídatsárinu sínu. „Ég útskrifaðist síðasta sumar úr læknisfræðinni, en ég er núna að taka kandídatsárið mitt hér á Íslandi þar sem maður prófar að vinna á mismunandi sviðum. Það var gríðarlega mikið að læra fyrir lokaprófin svo ég nýtti allan aukatíma sem ég fékk til að semja tónlist og er búinn að koma mér upp góðu safni af lögum sem ég hlakka til að gefa út á næstunni.” Ný tónlist á leiðinni með Rúrik Gíslasyni Victor er nýlega fluttur til Íslands frá Slóvakíu, en hann segist vera sáttur með að vera kominn heim aftur og ýmislegt spennandi sé á leiðinni frá honum í tónlistinni. Hann er þó spenntastur fyrir nýjasta verkefninu sem er tónlist sem hann hefur verið að gera með fyrrum landsliðs fótboltamanninum Rúrik Gíslasyni. Victor og Rúrik gefa út lag saman á næstunni. „Þetta kom nú bara til þannig að ég var nýbúinn að gefa út Sumargleðin með Ingó Veðurguð og Gumma Tóta [Guðmundir Þórarinssyni] ásamt laginu Running Back með Svölu Björgvins þegar ég áttaði mig á hvað það væri gaman að vinna með mismunandi tónlistarfólki úr ýmsum áttum. Ég heyrði svo Rúrik fyrir tilviljun syngja stuttan lagbút í sjónvarpsþættinum Atvinnumennirnir Okkar og áttaði mig á því að þar væri alvöru rödd á ferð sem myndi passa vel við þá tónlist sem ég var að vinna í og hafði samband.“ Victor segir það verkefni hafa stækkað meira en hann bjóst við og það sé nú bæði lag og tónlistarmyndband á leiðinni ásamt fleira efni sem komi síðar. Úr nýja myndbandinu með sem Victor vann með Rúrik. „Það er glænýtt lag og tónlistarmyndband að koma út núna á föstudaginn 19. febrúar og ég er gríðarlega ánægður með hvernig þetta kom út svo ég get ekki beðið eftir að sýna fólki afraksturinn. Ég held að margir eigi eftir að tengja við textann en lagið fjallar í stuttu máli um að taka lífinu ekki of alvarlega og vera óhræddur við að stefna hátt.” Hér að neðan má heyra Running Back með Victori og Svölu Björgvinsdóttur frá 2019. Tónlist Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Sjá meira
„Ég er virkilega spenntur fyrir þessum samning við Sony Music og það er frábært að fá reynslumikla aðila með sér í það að koma tónlistinni sinni á framfæri,“ segir Victor. Útskrifaðist úr læknisfræði síðasta sumar Það hefur verið vægast sagt mikið um að vera hjá Victori, en fyrir utan nýja samninginn við Sony Music er rétt um hálft ár síðan hann kláraði læknisfræðinám í Slóvakíu þar sem hann lærði í læknaskólanum Jessenius Faculty of Medicine og er hann nú á kandídatsárinu sínu. „Ég útskrifaðist síðasta sumar úr læknisfræðinni, en ég er núna að taka kandídatsárið mitt hér á Íslandi þar sem maður prófar að vinna á mismunandi sviðum. Það var gríðarlega mikið að læra fyrir lokaprófin svo ég nýtti allan aukatíma sem ég fékk til að semja tónlist og er búinn að koma mér upp góðu safni af lögum sem ég hlakka til að gefa út á næstunni.” Ný tónlist á leiðinni með Rúrik Gíslasyni Victor er nýlega fluttur til Íslands frá Slóvakíu, en hann segist vera sáttur með að vera kominn heim aftur og ýmislegt spennandi sé á leiðinni frá honum í tónlistinni. Hann er þó spenntastur fyrir nýjasta verkefninu sem er tónlist sem hann hefur verið að gera með fyrrum landsliðs fótboltamanninum Rúrik Gíslasyni. Victor og Rúrik gefa út lag saman á næstunni. „Þetta kom nú bara til þannig að ég var nýbúinn að gefa út Sumargleðin með Ingó Veðurguð og Gumma Tóta [Guðmundir Þórarinssyni] ásamt laginu Running Back með Svölu Björgvins þegar ég áttaði mig á hvað það væri gaman að vinna með mismunandi tónlistarfólki úr ýmsum áttum. Ég heyrði svo Rúrik fyrir tilviljun syngja stuttan lagbút í sjónvarpsþættinum Atvinnumennirnir Okkar og áttaði mig á því að þar væri alvöru rödd á ferð sem myndi passa vel við þá tónlist sem ég var að vinna í og hafði samband.“ Victor segir það verkefni hafa stækkað meira en hann bjóst við og það sé nú bæði lag og tónlistarmyndband á leiðinni ásamt fleira efni sem komi síðar. Úr nýja myndbandinu með sem Victor vann með Rúrik. „Það er glænýtt lag og tónlistarmyndband að koma út núna á föstudaginn 19. febrúar og ég er gríðarlega ánægður með hvernig þetta kom út svo ég get ekki beðið eftir að sýna fólki afraksturinn. Ég held að margir eigi eftir að tengja við textann en lagið fjallar í stuttu máli um að taka lífinu ekki of alvarlega og vera óhræddur við að stefna hátt.” Hér að neðan má heyra Running Back með Victori og Svölu Björgvinsdóttur frá 2019.
Tónlist Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Sjá meira